Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1956, Blaðsíða 13
ÚR SÖGU BERGS OG LANDLAGS 123 milljónir ára. Núverandi yfirborð gráu hæðarinnar, t. d. uppi á Ijöllunum beggja vegna Ljósavatnsskarðs og kringum fremstu dali í Eyjafirði, ber með sér, að það er ekki upphaflegt. Þar hefur máðst mikið ofan af. Eldstöðvarnar, sem gusu hinum gráleitu hraunlög- um, eru þurrkaðar út, og tilbreytingarlítil háslétta komin í staðinn. En sagan er naumast hálfsögð. Síðan hafa allir dalirnir skorizt niður í hásléttuna: Ljósavatnsskarð, Fnjóskadalur og allir Eyjafjarðar- og Skagafjarðardalir. Þessir dalir eru ekki aðeins skornir í gráu hæð- ina, sem liggur í brúnum þeirra, heldur einnig mörg hundruð metra niður í gömlu blágrýtishelluna þar undir. En úr því að við getum ekki fallizt á, að allt þetta hafi gerzt á styttri tíma en einni milijón ára, verðum við að gera ráð fyrir, að jökulminjarnar í giáu hæðinni í Fnjóskadal og Kinnarfjöllum séu tertíerar, og þá væntanlega eftir jökla á háum fjöllum, því að eng- in eiginleg ísöld gekk yfir Norðurlönd á tertíertíma. Nú fyrir fá- um árum hafa einnig fundizt einhlítar jökulminjar í blágrýtismynd- uninni, þar sem hún er hvað fornlegust, en það er austur í Horna- firði, og eru þær minjar vafalaust tertíerar. Svo að fleira ber að sama brunni, um að jökla hafi öðru hvoru lagt á hæstu bungur lands- ins löngu fyrir hina kvarteru ísöld. Báðurn megin Atlanzhafs, annars vegar á Norður-írlandi og í Suðureyjum, en hins vegar á Austur-Grænlandi gengt Vestfjörðum, eru blágrýtismyndanir, nauðah'kar hinni íslenzku og jafngamlar henni, að því er marka má af plöntusteingervingum. Talið er senni- legt, að allar þessar blágrýtisspildur hafi um eitt skeið verið áfastar og eiði eitt mikið, sem jarðfræðingar kalla jafnan „landbrú", legið um þvert haf milli meginlanda, þar sem nú er grunnsævishryggur- inn urn Færeyjar (sem eru einnig blágrýtisland) og ísland. Þetta er nú aðeins tilgáta, en víst er um það, að blágrýtismyndunin íslenzka hefur um skeið náð ofansjávar yfir miklu stærra svæði en núver- andi ísland, a. m. k. núverandi landgrunn í viðbót. En vart síðar en í lok tertíertímans sökk landbrúin í sæ, svo að ísland og Færeyjar urðu eylönd. Um sama leyti eða litlu síðar seig belti þvert yfir um ísland frá norðaustri til suðvesturs og skipti landinu í tvennt. Ætla má, að allt þetta sig hafi orðið til þess, að þeir landshlutar, sem eftir stóðu, risu hærra en áður, því að það var léttir fyrir þá, að þær spildur sem mest leituðu niður, brotnuðu frá og sukku. Þegar þessi sig voru um garð gengin — einhverntíma á ofanverð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.