Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 15

Náttúrufræðingurinn - 1956, Síða 15
ÚR SÖGU BERGS OG LANDLAGS 125 jökulruðningur. Helgi Pjeturss fann þarna fyrstur manna einhlít- ar jökulminjar. Það var hjá Hellisholtum í Hrunamannahreppi árið 1899, nokkru áður en hann fann sams konar minjar í gráu hæðinni norðan lands í öllu því, sem ég hef nú tekið fram um hina svokölluðu móbergs- myndun í Árnessýslu, líkist hún fullkomlega gxáu hæðinni við Eyja- fjörð og Skagafjörð. Enn fremur eru takmörk þessara myndana á miðhálendinu algerlega óviss. Ekkert mælir á móti því, að þær séu til orðnar samtímis og því í rauninni ein myndun. Ég fylgi hér að- eins gamalli hefð, er ég samkvæmt skoðun Þorvalds Thoroddsens tel gráu hæðina með blágrýtismynduninni, en elztu berglögin sunn- anlands til móbergsmyndunarinnar. En um aldur þessa bergs eru enn skiptar skoðanir. Samkvæmt kenningu Helga Pjeturss er það kvartert, þ. e. frá ísöld, en Þorvaldur taldi það tertíert. Ég hef áður fært nokkur rök fyrir minni skoðun um aldur gráu hæðarinnar norðan lands — að hún sé tertíer myndun. Þau eiga að flestu leyti einnig við um hina elztu deild svokallaðrar nróbergsmyndunar á Suðurlandi. Móbergið, sem móbergsmyndunin er kennd við, getur ekki talizt aðalbergtegund liennar nema á vissum svæðum, sem við skulum kalla móbergssvœðin. Þau eru aðallega þrjú. Eitt er á Norðurlandi á breiðu belti frá Melrakkasléttu og Öxarfirði suður til Vatnajök- uls. Tvö eru á Suður- og Suðvesturlandi: hið eystra allbreitt belti frá vesturrönd Vantajökuls suðvestur að sjó í Mýrdal og undir Eyjafjöllum, og hið vestra fremur mjótt frá Langjökli út á Reykja- nesskaga. Einstök móbergsfjöll og tiltölulega litlir móbergsskikar eru þó einnig til utan þessara þriggja svæða, ekki sízt á Snæfells- nesi. Á móbergssvæðunum þremur eru nær öll fjöll að miklu leyti og mörg eingöngu úr móbergi, og landslag er þar með alveg sérstök- urn svip. Fjöllin eru tvenns konar: hryggir og stapar (stabbar) Hryggirnir eru miklu fleiri, en hæstu fjöllin eru af stapagerðinni. Innan hvers móbergssvæðis liggja allir hryggirnir nokkurn veginn í sömu stefnu. Norðan lands er hún frá norðri til suðurs, en á báð- um svæðunum hér syðra frá norðaustri til suðvesturs. Hryggirnir geta verið langir fjallgarðar, en þó oft sundurslitnir af djúpum skörðum, svo að þeir skiptast í einstök ílöng fjöll í framhaldi hvert af öðru eða í tindaraðir. Ég skal nefna nokkur dæmi. í Þingeyjar-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.