Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 19

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 19
ÚR SÖGU BERGS OG LANDLAGS 129 ar sem raun ber vitni. Hin sundurlausu gosefni hefðu ekki að öðr- um kosti tollað í slíkum bratta, meðan þau voru óhörðnuð. Vel má ætla, að sums staðar liafi einnig verið flái eða jafnvel stallar í veggjum ísgeilanna, svo að nokkuð af gosefnunum hafi' lagzt of- an á ís. Slík útskot út úr nýmynduðu fjallinu liafa vitaskuld fljót- lega losnað frá því og borizt burt með skriði jökulsins eða í síðasta lagi hrunið niður, þegar ísinn bráðnaði. F.n hlíðar fjallsins þurftu ekki að slúta og ekki einu sinni að vera sérlega brattar, til að ísinn ynni á þeim. Hann hefur yfirleitt ýtt með sér yzta eða efsta lagi gos- malarinnar, numið brott stóra múga þar, sem liann mæddi fastast á, og smurt þeim aftur utan á í vari. Víða í hlíðum þessara fjalla virðist mér móbergið eindregið bera með sér, að það liafi orðið fyrir slíkri meðferð, áður en það harðnaði. Það er eintómt gosefni, en þó sums staðar með jökulruðnings svip og rispuðum steinvölum, og með óteljandi skriðflötum. - Geilin, sem eldgos af þessu tæi bræddi á jökulísinn, mundi að öllum líkindum fyllast af leysingavatni upp í h. u. b. i/ hluta dýptar sinnar. Öllu dýpra vatn getur jökulís ekki stíflað upp, það mundi lyfta honum og brjótast út undan honum í jökulhlaupi. Gosið myndi því verða á vatnsbotni — ef til vill á nokkur hundruð, jafn- vel 1000 metra dýpi, allt eftir þykkt jökulsins — og gosefnin mundu einnig a. m. k. fyrst í stað hlaðast upp niðri í vatninu. Snögg kæl- ing af völdum vatnsins stuðlar að því, að gosefnin verða sundur- laus eða mynda bólstraberg í stað venjulegra blágrýtishrauna. Gosefnin hlaðast upp í geilinni. Stundum fer svo, að hún fyllist af þeim upp fyrir vatnsflöt eða alveg upp á barma. Við það breytist eðli gossins, það kemur ekki lengur upp á vatnsbotni, heldur úr gíg undir berum himni. Þar renna hraun með venjulegum hætti, breiðast yfir gosmölina og storkna í blágrýti eða öllu oftar í grá- grýti, sem myndar trausta samfellda hellu í fjallskollinum. Slíkir grágrýtiskollar eru á öllum móbergsstöpunum, sem ég taldi áðan. En þá vantar á flesta hryggina, enda eru þeir yfirleitt lægri. Hæst á grágrýtiskolli margra af stöpunum er stór eldgígur, vel varðveitt- ur til þessa dags. Svo t. d. á Herðubreið og Bláfjalli, enn fremur á Skriðunni og Geitahlíð. Enn hef ég aðeins getið fjallanna á móbergssvæðunum. Eftir er að minnast á hinar risminni öldur og hæðir. Þar sér fremur óvíða í móberg. í þess stað er grágrýti algengasta bergtegundin. Grágrýti

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.