Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 39

Náttúrufræðingurinn - 1956, Page 39
FUGLAMERKINGAR NÁTTÚRUGRIPASAFNSINS 1950-1952 147 en vitneskja um þær barst ekki fyrr en eftir að skýrsla um fuglamerk- ingarnar 1947—1949 hafði verið birt. Hér á eftir verða fyrst taldar innlendar og síðan erlendar endurheimtur fugla, sem merktir hafa verið með íslenzkum merkjum, og að lokum íslenzkar endurheimt- ur fugla, sem merktir hafa verið erlendis. Heiðagæsaendurheimtur eru svo margar, að ekki hefur verið tal- ið fært að birta þær hér. Af heiðagæsunum, sem merktar voru 1951, höfðu um áramót 1952/1953 alls endurheimtst 145 fuglar, þar af 70 í Englandi, 71 í Skotlandi, 1 í Noregi, 1 í Danmörku og 2 á ís- landi. Þess má einnig geta, að af heiðagæsunum, sem náðust í Þjórs- árverum 1951 báru tvær brezk merki. Höfðu þær báðar verið merkt- ar í Bretlandi veturinn 1950—1951. Það skal tekið fram, að það eru ekki taldar endurheimtur, þótt merktir fuglar séu handsamaðir lifandi á sama stað (svæði) og sama ár og þeir voru merktir. Hins vegar eru það ávallt taldar endur- heimtur, ef merktir fuglar finnast dauðir eða hafa verið drepnir, og ennfremur ef merktir fuglar eru handsamaðir lifandi á öðrum stað (svæði) en þeir voru merktir. Loks eru það einnig taldar end- urheimtur, ef merktir fuglar eru handsamaðir lifandi á sama stað og þeir voru merktir, svo framarlega sem eitt ár eða lengri tími er liðinn frá merkingu þeirra. I eftirfarandi skrá um endurheimtur eru þessi merki og skamm- stafanir notuð: o merktur t endurheimtur 9 kvenfugl S karlfugl ad. fullorðinn fugl s.st. sama stað F.d. fundinn dauður Endurheimtumerkið f er þó aðeins notað, ef fuglinn hefur fund- izt dauður eða verið drepinn, en ekki ef fuglinn hefur verið hand- samaður lifandi og sleppt aftur. Endurheimtur innanlands Lómur — Colymbus stellatus. 2/4 O ad. 14. 6. 1950 Grímsst. v. Mývatn, S.-Þing. f 15. 5. 1951 s.st. Skotinn. 2/6 O ad. 11. 5. 1952 Grlmsst. v. Mývatn, S.-Þing. Tekinn lifandi úr neti 25. 8. 1952 Reykjahlíð v. Mývatn, S.-Þing.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.