Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 51

Náttúrufræðingurinn - 1956, Side 51
JOHANNKS GRONTVED 159 grasafræðileiðangra, til íslands, Grænlands, Svíþjóðar, Finnlands, Eistlands, Lettlands og Lithaugalands. Hann skrifaði og fjölda rit- gerða um grasafræðileg efni, einkum flóru-lýsingar, ekki sízt frá ýmsum eyjum, er hann hafði rannsakað (Ærö, Anholt, Wormsö, Runö, Dagö). Einnig vann hann úr gögnum þeim, sem safnað hafði verið í 5. Thule-leiðangrinum. Hann var í stjórn Grasafræði- félagsins danska (Dansk Botanisk Forening) 1937—1947, og for- maður þess félags 1950—1954. Einnig var hann ritstjóri tímarit- anna Botanisk Tidsskrift og Dansk Botanisk Arkiv í 11 ár (1937- 1947). Johannes Gröntved kom fjórum sinnurn til íslands (1934, 1935, 1947 og 1951) og ferðaðist víða um landið, oft í fylgd með íslenzk- um grasafræðingum. Ásamt C. H. Ostenfeld gaf hann út íslands-flóru á ensku (The Flora of Iceland and the Faroes), en auk þess samdi hann mikið rit urn íslenzkar háplöntur, einnig á ensku (The Pteridophyta and Spermatophyta of Iceland). Loks var liann rit- stjóri hins mikla safnrits „Botany of Iceland“ frá 1940 til dauða- dags. Það var að verðleikum að Gröntved naut nokkurrar viðurkenn- ingar fyrir störf sín í öðrum löndum. Eistlendingar sæmdu hann orðu og frá íslandi fékk hann riddarakross Fálkaorðunnar. Auk þess var hann kjörinn bréfafélagi Vísindafélags íslendinga og Menningarsjóður styrkti að nokkru tvær síðari ferðir hans til íslands (1947 og 1951). Með Johannesi Gröntved er fallinn í valinn maður, sem ís- lenzk grasafræði á allmikið að þakka, og margir íslenzkir náttúru- fræðingar hafa misst góðan og tryggan vin. Margir íslendingar aðrir munu og minnast lians, ekki síst frá ferðum hans um landið, og óhætt er mér að fullyrða, að hvar sem Johannes Gröntved fór, var íslandsvinur á ferð. Árni Friðriksson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.