Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 5
Náttúrufr. - 26. árgangur - 4. hefti - 161.—220. síða - Reykjavík, janúar 1957
Pálmi Hannesson* rektor
(IN MEMORIAM)
Eftir Jóhannes Áskelsson.
Líkt og skin og skuggar skiptast á í lííi flestra einstaklinga, svo
varpar atburðarásin í lífi og sögu þjóðar ólíkum myndum á svið-
tjald hugans. Svo mun ætíð verða. Snmir viðburðir sögunnar
eru sólir, sem lýsa alltaf í myrkri tímans, þó löngu liðnir séu. Þeir
vekja gleði og sameina liugi, þeir eru dýrmæt eign heildar, jafnvel
alþjóðar. Við aðra atburði er tregi tengdur og munarkvöl, ef skiln-
ingur nær ekki tökurn á tilgangi þeirra.
í sögu skóla eru sólskinsstundirnar jafnan margar og fleiri en
hinar, sem ýta við alvörunni. Hvers er annars að vænta þar, sem
æskulýður býr? Þó verður ekki á þeim vettvangi, fremur en öðrum,
sneitt hjá sköpurn. Lxfið er sanngjarnt, hvergi þekkir það miskunn.
Fyrir liðugum sjötíu og tveimur árum bar sviplegan atburð við
í sögu Lærða skólans í Reykjavík. Að kveldi þess annars nóvem-
bers 1872 hné í'ektor skólans, senr þá var Jens Sigurðsson, bráð-
kvaddur í svelnherbeigi þeiria lxjóna. Þorvaldur Thoroddsen, þá
skólasveinn, getur þess í „Minningabók" sinni, er frú Ólöf Björns-
dóttir kom á Langa-loftsgluggann og bað pilta aðstoðar, rnaður
sinn hefði veikzt. Þessum liðna sorgax'atburði bregður fyrir í huga
nú við hið skjóta og sviplega fráfall Pálma Hannessonar, rektoi's.
Þann tuttugasta og annan nóvember sl. kom hann að morgni í
skólann að vanda, glaður og reifur, síðar um daginn hélt hann
fund með blaðamönnum bæjarins og skýrði þeim frá útgáfustarf-
semi Menningarsjóðs á árinu. Var hann á leið frá þeim fundi, er
þróttur lians bxast í stiganum úr skóla-anddyrinu og upp á ganginn.
Þveir kennarar skólans báru hann jafnskjótt inn á skrifstofu hans.
Lézt hann í höndum þeii'ra, kl. 16,25.
Síðustu árin gekk Pálrni Hannesson ekki lieill til skógar. Mun
hann hafa þjáðst af háum blóðþrýstingi og kölkun í kransæðar-