Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1957, Qupperneq 6

Náttúrufræðingurinn - 1957, Qupperneq 6
162 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN veggjum. Gat hann lítið sinnt embættisstörfum á skólaárinu 1953— 1954 sakir veikinda. Dvaldist hann erlendis, í umsjá sérfróðra lækna, frá 13. október til 20. nóvember og frá 20. febrúar til 7. maí, en lá lengst af rúmfastur milli utanferða. Gerði liinn víðkunni taugaskurðlæknir, prófessor, dr. Eduard Busch, mikla skurðaðgerð á Pálma og mun hún hafa gefið rektor þau ár, sem hann átti þá ólifuð. Haustið 1954 tók rektor aftur við fullri skólastjórn. Um áramót 1955—1956 hóf hann kennslu í tveimur bekkjum, og það, sem af var þessu skólaári, hafði hann jafnmikla kennslu á hendi auk fullrar skólastjórnar. Hann var hress og reifur, ræðinn og oft létt yfir honum líkt og áður fyrr og lét hann í Ijós ánægju sína yfir hve vel gengi í skólanum. Þeir, sem í liði hans voru, vonuðu nú að sannur og varanlegur bati væri orðinn á heilsu hans, en þar um mun kjarkur Pálma, karlmennska hans og sjálfsþjálfun hafa villt. Pálmi Hannesson fæddist að Skíðastöðum í Lýtingsstaðahreppi 3. janúar 1898. Var hann því tæpra 59 ára gamall, er hann lézt. í föðurætt var hann af traustu skagfirzku bergi brotinn. Var faðir hans Hannes Pétursson (f. 1857, d. 1. maí 1900), bóndi að Skíðastöð- um, sonur Péturs Pálmasonar (f. 1819, d. 1894), bónda að Valadal og Álfgeirsvöllum, og konu hans Jórunnar Hannesdóttur, hónda að Hömrum (d. 1867), Ásmundssonar, bónda að Ytri-Kotum og Húsey, Þorleifssonar. Bar Pálmi rektor nafn langafa síns, Pálma Magnússonar (f. 1793), bónda að Syðra-Vallholti, er kvæntur var Ingibjörgu Bjarnadóttur (faðir hennar drukknar 1795) frá Garði í Hegranesi. Um Pálma Magnússon er sögn í ævisögu Espólíns. Lýsir Espóh'n honum þannig: „var hann maður vel vitiborinn í gildara lagi að röskleika, en hæglátur og óframgjarn í hvívetna“. Magnús (f. 1745, d. 1815), faðir Pálma að Syðra-Vallholti, sat sömu jörð og sonur hans. Hann var Pétursson. Kona Magnúsar var Ingunn Ólafsdóttir, bónda að Frostastöðum í Blönduhlíð, Jónsson- ar Ólafssonar, og Kristínar Björnsdóttur, prests að Hjaltastöðum, bróður Þorláks Skúlasonar, bónda að Seylu, Ólafssonar. Frá dætr- um Ólafs Jónssonar að Frostastöðum segir Espólín að kornið sé „margt heldri manna“. Ein systir Ingunnar Ólafsdóttur frá Frosta- stöðum, langa-langömmu Pálma rektors, var Þuríður kona Bene- dikts Gröndals eldra, yfirdómara og skálds, föður Helgu konu Sveinbjarnar rektors Egilssonar, föður Benedikts Gröndals yngra, adjunkts og skálds. Ein systir Gröndals yngra var Sigríður kona
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.