Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 7

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 7
PÁLMI HANNESSON 163 Gunnlaugs sýslumanns Blöndals, föður Þórunnar (Nielsen), móður SigTÍðar (Bengtson, d. í nóvember 1956), móður celló-snillingsins Erlings Blöndals Bengtson. Sonur Ólafs jónssonar að Frostastöðum og bróðir Ingunnar konu Magnúsar Péturssonar, var Ólafur (Olav- sen) teiknimeistari og lektor í stærðfræði við námuskólann að Kongs- bergi (f. 1753, d. 1832). Hann var stórþingsmaður frá Kongsbergi (1818). Hlaut prófessors nafnbót. Talinn aðalstofnandi Lærdóms- listafélagsins. (íslenzkar æviskrár, IV, 68). Hann átti afkomendur. — Magnús bóndi að Syðra-Vallholti var sonur Péturs Skúlasonar, er bjó að Lóni í Viðvíkursveit. Kona Péturs var Guðrún Eyjólfs- dóttir, bónda að Hólkoti á Reykjaströnd, Grímólfssonar, lrrepp- stjóra í Staðarhreppi, Jónssonar. Faðir Pétnrs að Lóni var Skúli bóndi Einarsson, að Hólkoti í Staðarhreppi, kvæntur Margréti Gunnarsdóttur, en kona Einars er talinn vera Margrét Jónsdóttir, systir Málmfríðar Jónsdóttur, Bjarnasonar, Hrólfssonar sterka, lög- réttumanns að Álfgeirsvöllum (á 16. öld), og Ingibjargar Bjarna- dóttur, Torfasonar sýsliunanns í Klofa. En Hrólfur sterki er talinn kominn í beinan legg af Lofti ríka. (íslenzkar æviskrár II, 376). Móðurætt Pálma rektors mun að einum þræði vera þingeysk, öðrum þráðum er hún húnvetnsk og austfirzk. Ingibjörg móðir hans, f. 1858, að Þóreyjarnúpi í Kirkjuhvammshreppi, var dóttir Jóns Eiríkssonar (f. 1793, d. 1867) og konu hans Sigurlaugar Engilberts- dóttur (f. 1829J að Spena (nú Litla-Hvammi) í Miðfirði, Jónssonar (f. 1789, d. 1850) á Breiðabólstað í Vesturhópi Jónssonar. Jón mað- ur Sigurlaugar var óskilgetinn sonur Eiríks Ásgrímssonar að Hól- um í Reykjadal og síðar að Þverá í Laxárdal. Staðfestuleysi hans í Þingeyjarsýslu mun hafa því valdið að hann flytzt úr héraði. Ás- grímur afi Jóns mun hafa verið austfirzkur að kyni, en um móður Jóns er mér ókunnugt. Kona Engilberts að Spena og langamma Pálma^ rektors var Ingibjörg Björnsdóttir (f. 1787, d. 1838) að Urriðaá, Jónssonar. Kona Björns á Urriðaá og langa-langamma Pálma var Steinunn Helgadóttir (f. 1755, d. 1818) að Valdarási í Víðidal og síðar að Vatni í Haukadal, Björnssonar að Valdarási, Sveinssonar. Bróðir Helga Björnssonar var afreksmaðurinn Guð- mundur Björnsson að Höfnum á Skaga (1756—1781), síðar að Auð- ólfsstöðum í Langadal. Var hann nefndur „Skagakóngur”. (íslenzk- ar æviskrár V, 334). Sonur Guðmundar „Skagakóngs“ var Björn (f. 1794, d. 1821) að Höfnum og Auðólfsstöðum, faðir Ólafs föður séra Arnljóts að Sauðanesi. Ein dóttir Guðmundar í Höfnum var

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.