Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 9

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 9
PÁLMl HANNESSON 165 og þegar stjórn Hins íslenzka náttúrufræðisfélags snýr sér, veturinn 1917—1918, til stjórnar Mímis og fer fram á að Mímir beiti sér lyrir því, að Menntaskólinn í heilcl sinni styrki á einhvern hátt með fjárframlögunt hinn nýstofnaða „Minningarsjóð Eggerts lög- manns Ólafssonar“, er Pálrna Hannessyni fyrst og fremst falið, ásarnt þeim Bolla Thoroddsen og Finni M. Einarssyni, að athuga málið og koma því í framkvæmd. Skiluðu þeir síðan tillögum um málið, er skólafundur samþykkti allar í einu hljóði. (Skýrsla um hinn alm. Menntaskóla í Reykjavík, skólaárið 1917—1918.) Aðalinntak tillagn- anna er, að þátttöku skólans skyldi þannig fyrir komið, að sérhver nemandi greiði á fæðingardegi Eggerts Ólafssonar, 1. desember, ár hvert, minnst fimmtíu aura, er renni í minningarsjóðinn. Sé söfnun þessari haldið áfram allt til 1. desember 1926, er tvö hundruð ár séu liðin frá fæðingu Eggerts. Pálmi Hannesson skrifar fyrstur undir tillögurnar, enda kemur meðnefndarmönnum lians saman um að hann hafi verið hvatamaður málsins og frumkvöðull. Þessa alls ber að geta, því að reikningsbók Eggertssjóðs ber með sér, að flest eða öll árin 1919—1926 berast sjóðnum tillög há Menntaskólanum, og þau alldrjúg á mælikvarða þeirra tíma. Tillögurnar reyndust mál- inu hinar affarasælustu. Sti'identssumar sitt, 1918, var Pálmi Hannesson heima í Skaga- lirði og bjóst til utanferðar um haustið, til náms við Hafnarháskóla. Fararefni munu vart hala verið mikil. Verzlunarmálum landsins var þá þann veg skipað, að landsverzlun hafði með höndum inn- flutning og útflutning allan. Hafði hún fengið Guðmund kaup- mann Böðvarsson til þess að taka hross fyrir sig um Norðurland og Borgarfjörð. Bar fundum þeirra Pálma og Guðmundar saman á Sauðárkróki um sumarið. Réðst Pálmi rekstrarmaður hjá Guð- mundi. Mun starfið hafa verið allvel launað og hinn unga stúdent munað um kaupið sem fararbeina. Á Hafnarárum sínum kom Pálmi síðan heim á sumrin og var liðsmaður Guðmundar, meðan liann annaðist hrossatökuna fyrir landsverzlun, og eitt sumar var hann í liði Péturs Ottesens, alþingismanns, við sama starfa. Með þeirn Pálma og Guðmundi Böðvarssyni tókst traust vinátta, er hélzt órofin meðan Guðmundur lifði. í minningargrein, sem Pálrni reit eftir Guðmund (Tíminn, febrúar 1955), kveður Pálmi hann hafa reynzt sér betri en flestir aðrir menn vandalausir, sem hann hafi kynnzt. Pálmi telur og að á þessum árum hafi hann nunrið af Guð- mundi flest það, sem sér hlýddi bezt á ferðalögum, og þó einkum

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.