Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 15

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 15
PÁLMI HANNESSON 171 rúmað alla þá, sem þangað sóttu, án þess að eðlilegur viðgangur og þróun skólans sjálfs skertist. Þótt bætt væri við kennslustofum í húsum skólans eftir því sem verða mátti, tvísett í kennslustofurnar (í fyrsta sinni 1943 og að jafnaði hvert skólaár síðan), hafa sér- stofurnar nú um all mörg ár ekki kornið að þeim notum, sakir þrengsla, sem þær í öndverðu gerðu og ætlazt var til með þeim. Því síður að hægt hafi verið að auka útbúnað þeirra og kennslu- tæki eins og nauðsynlegt hefði verið. Mörg ár eru nú liðin frá því að hinn söguhelgi hátíðasalur og fagri hefur rúmað alla nemendur skólans samtímis. Undi rektor illa svo þröngum húsakosti. Daginn, sem burtfararpróf skyldu liefjast í skólanum, 28. maí 1940, bættist sögu skólans enn mikill viðburður. Bretar hertóku þá skólahúsið, og settist hin brezka herstjórn hér á landi að í því. Var það engum, og sízt Pálma rektor, sársaukalaust að vita hið gamla og merka skólahús fótum troðið af erlendum her. Pálmi varð nú að leita á náðir annarra með húsnæði fyrir skólann. Fyrir velvild Háskólans og Alþingis fékk hann inni hjá þessum aðilum. Leikfimi varð þó að kenna á þriðja staðnum. Þrátt fyrir þessa þrí- skiptingu gengu skólastörfin hindrunarlaust, en rektorsstörfunum fylgdi jafnframt meiri vandi og meira erfiði. Sumarið 1942, 13. júní, lét herstjórnin húsið aftur af hendi. Miklar viðgerðir þurftu á húsinu eftir hersetuna, sem ríkisstjórnin lét framkvæma svo fljótt sem unnt var, en auðsætt var nti, að hið garnla hús eitt, sem reist hafði verið af miklum stórliug og framsýni fyrir tæpum hundrað árum, nægði nú skólanum ekki án þess að viðgangi hans væri hnekkt. í skýrslunni frá 1942 segir rektor, er hann hefur lýst því, hve húsakostur skólans væri lítt til frambúðar: ,,Er því nauðsyn- legt að reist verði nýtt skólahús áður langt líður, og virðist sann- gjarnt að ætlast til þess, að það verði fullgert árið 1946, en þá verða, sem kunnugt er, liðin 100 ár frá því, er skólinn fluttist til Reykjavíkur frá Bessastöðum.“ Og á vorþinginu 1942 flutti rektor ályktun á Alþingi, er það samþykkti, svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta undirbúa og leggja fyrir næsta regiu- legt Alþingi tillögur um framtíðarhúsakost og hentugan stað fyrir Menntaskólann í Reykjavík.“ Rektor sagði skólanum upp 16. júní 1946. Var það hundraðasta skólauppsögnin frá því skólinn fluttist til Reykjavíkur frá Bessa- stöðum í síðara sinnið. Undir forustu Pálma rektors var mjög veg- leg hátíð haldin. Eldri og yngri nemendur hylltu skóla sinn a£

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.