Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 20
176
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
Fylgdist hann rækilega með gosinu og gerði á því merkar athug-
anir. Átti hann mikið skrifað uni Heklu og þetta síðasta gos í
henni. Flutti liann fyrirlestur um Heklugosið í Landfræðifélaginu
danska (Det Kongelige Danske Geografiske Selskab) 1947. Hann
var sæmdur hinum virðulega heiðurspeningi santa félags, sem
kenndur er við Hans Egede, og aðeins er veittur afburðamönnum
á sviði landfræði og jarðfræði.
Þó að skólamál og náttúrurannsóknir íslands væru Pálma Hann-
essyni hugleiknust allra mála, fór ekki hjá því, að á jafn gervilegan
mann og fjölkostugan hlæðust ýmis störf auk embættisanna, enda
gegnir næstum því furðu livers ætlazt hefur verið til af honum í
trúnaðarstörfum. Hjá Búnaðarfélagi Islands er hann ráðunautur
um veiðimál og um uppeldi fiska, á árunum 1926—1929, sat 1930
— 1932 í milliþinganeínd, sem undirbjó lög um lax- og silungs-
veiði. Hann var formaður veiðimálanefndar frá árinu 1933 og til
æviloka og formaður nefndar, sem vann 1954—1955 að endurskoð-
un laga um lax- og silungsveiði. í rannsóknarráði ríkisins átti hann
sæti frá stofnun þess 1940. Hann sat í útvarpsráði 1935—1946.
Var liann fyrst kjörinn í útvarpsráð af útvarpsnotendum en síðar
var hann kjörinn í það af Alþingi. í menntamálaráði sat hann ár-
in 1934—1943 og aftur frá árinu 1946 og þar til hann andaðist. t
orðunefnd var Pálmi skipaður 1952. Hann var kjörinn þingmað-
ur Skagfirðinga 1937, sat ltann á níu þingum samfleytt, síðast á
sumarþinginu 1942, en gaf þá ekki kost á sér til kjörs. í bæjar-
stjórn Reykjavíkur sat hann kjörtímabilið 1946—1950. Pálrni átti
mikinn og góðan þátt í félagsstarfsemi ýmiss konar. Forseti Hins
íslenzka þjóðvinafélags var hann 1935—1939, og fyrsti forseti Banda-
lags íslenzkra farfugla var hann. Hann sat í stjórn Ferðafélags ís-
lands frá 1932 og til æviloka, og auk þess, sem hann skrifaði í Árbók
félagsins ýmsar greinar, sá hann um ritstjórn á henni árið 1935. Loks
var Pálmi í stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags frá 1929—1940.
Pálmi Hannesson var fríður maður sýnum, þéttur á velli, karl
mannlegur og tígulegur og að öllu hið mesta prúðmenni. Hann
var vel hærður en gránaði nokkuð snemma og var yfirbragðið allt
virðulegt. Hann var viðkvæmur í eðli sínu, þó mikill skapmaður
en aldrei hrjúfur. Hann var glaðlyndur og góður viðræðu jafnan,
gamansamur í sínum hópi og fyndinn án jtess að vera kerskinn. Hann
var næmur á sköpun landslags, og íslenzk staðþekking Pálma mun