Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 21
PÁLMI HANNESSON 177 án efa hafa verið traustari en nokkurs annars manns. Hann vissi ég allra manna örnefnafróðastan. Pálmi var stálminnugur, fróður vel í Sturlungasögu og Islendingasögum og hafði hann jafnan á Iiraðbergi tilvitnanir og orðtök úr þeim. Hann talaði snjallt mál og var eftir- sóttur fyrirlesari á mannfundum og í útvarp. Stíll hans var hreinn, þróttmikill og sérstæður. Hann unni íslenzkum þjóðháttum og kunni manna bezt að fara höndum um þjóðsögur. Pálmi hafði yndi af góðri hljómlist og fögrum kvæðum, kunni hann vel að meta þær fögru listir. Pálmi var sænidur stórriddarakrossi Islenzka fálkans og kommandörkrossi Dannebrogsorðunnar dönsku. Hann var heiðurs- félagi í Félagi danskra jarðfræðinga. Vinur hans og ferðafélagi frá fyrri árum, prófessor Niels Nielsen, minntist hans látins á fundi, 4. desember 1956, í Félagi danskra landfræðinga. — Á myndinni hér að framan er Pálmi fertugur. Pálmi kvæntist 17. ágúst 1926 Ragnhildi Skúladóttur Thorodd- sen. Lifir hún mann sinn. Þau eignuðust fimm börn. Var elztur (1) Jón Skúli, f. 5. ágúst 1927, d. 3. nóvember 1935. (2) Ingibjörg Ýr, f. 7. maí 1931, gift Indriða Gíslasyni, cand. mag. í íslenzkum fræðum. Eiga þau eina dóttur á l'yrsta ári, Ragnhildi Rós. (3) Pétur Jökull, f. 10. janúar 1933, nú við verkfræðinám í Kaupmannahöfn. (4) Skúli Jón, f. 10. rnarz 1938, nú í V. bekk máladeildar Mennta- skólans í Reykjavík. (5) Pálmi Ragnar, f. 31. janúar 1940, þriðja- bekkjar nemandi í Menntaskólanum. Föstudaginn 23, nóvember, daginn eftir andlát rektors, mættu nemendur og kennarar Menntaskólans á sal kl. 10. Settur rektor, Kristinn Ármannsson, tilkynnti andlátið, og féll síðan kennsla nið- ur þann dag. Jarðarförin hófst frá dómkirkjunni miðvikudaginn 28. nóv. kl. 2. En kl. 1—2 sama dag fór minningarathöfn fram í skól- anum, að viðstödclum kennurum skólans og nemendum, nánustu ættingjum rektors, menntamálaráðherra og biskupi landsins, skóla- meisturum menntaskólanna á Akureyri og að Laugarvatni og nokkrum fleirum. Hófst athöfnin, sem ()11 var djúpum söknuði mörkuð en mjög virðuleg, með forleik eftir Chopin, sem söng- kennari skólans lék, þá sungu nemendur Integer vitae. Síðan fluttu stuttar minningarræður þeir Kristinn Ármannsson, rektor, og Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra. Á eftir ræðunum var einnar mín- útu þögn. Að lokum var sunginn sálmurinn ,,Faðir andanna". I kirkjunni jarðsöng séra }ón Þorvarðsson. Jarðsett var í Foss- vogskirkj ugarði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.