Náttúrufræðingurinn - 1957, Qupperneq 24
180
NÁTTÚRU FRÆÐIN GURINN
Síðar í bókinni (bls. 935—936) ræðir hann um fjörumóinn á Álfta-
nesi og á auðsæilega erfitt með að koma áðurnefndri skoðun sinni
um fjörumóinn heim við vatnsþverrunarkenninguna, sem þá var
ofarlega á baugi meðal náttúrufræðinga.
Þótt undarlegt megi virðast, minnist Þorvaldur Thoroddsen ekki
á fjörumó í ritum sínum um sjávarstöðubreytingar á íslandi, og
ekki getur hann hans heldur í Ferðalrók sinni, en í I.ýsingu íslands
víkur hann að því á einum stað (II bls. 296) að sums staðar reki mó
úr mýrum, sem nú séu undir sjávarborði.
Þeir fræðimenn, sem á 20. öldinni hafa fjallað um afstöðubreyt-
ingar láðs og lagar á Suðvesturlandi, hafa flestir minnzt á fjöru-
móinn og telja hann flestir vera sönnun þess, að land hafi sigið síð-
an hann myndaðist. Hefur G. G. Bárðarson ritað einna ítarlegast
um þetta. Hann er sá fyrsti, mér vitanlega, sem notar orðið fjöru-
mór í ritum sínum, en þetta orð er ekki að finna í orðabók Sigfúsar
Blöndals. Líklega hefur Guðmundur lært þetta orð við Faxaflóa.
Áður en hann fór að skrifa nm fjörumó hafði Helgi Jónsson, grasa-
fræðingur, bent á að fjörumór við Borg á Mýrum væri „dannet af
Landplanter og lignede i alle Retninger Törven i Moserne" (Jóns-
son 1913, bls. 4). Prófessor Trausti Einarsson er á öndverðri skoð-
un í ritgerð þeirri, er hann birti í Skírni 1946. Hann ber þar brigð-
ur á að fjörumórinn sé venjulegur mýramór og telur, að hann hafi
myndazt við botnfall jurtaleifa í strandmýrum og strandlónum, og
að lurkar, sem fundizt hafi í honum, geti verið aðkomnir. Hann
skrifar þess vegna: „í legu fjörumósins er ekki fólgin nein sönnun
fyrir landsigi" (op. cit. bls. 166). Afstöðu láðs og lagar við Suðvest-
urland telur liann hafa verið óbreytta í þúsundir ára. Þessu hvor-
tveggja hefur Ólafur Friðriksson (Ólafur við Faxafen) andmælt á
prenti, en aðra veit ég ekki hafa ritað um fjörumóinn síðan Transti
birti sínar greinar.
Þegar mér fyrir nokkrum árum bauðst tækifæri til að fá nokk-
ur sýnishorn af mó aldursákvörðuð með mælingum á geislavirku
kolefni (Carbon14), ákvað ég þegar, að eitt af þeim fyrstu skyldi
vera sýnishorn af fjörumónum í Seltjörn á Seltjarnarnesi, því mér
var það ljóst, að fátt væri þýðingarmeira til fróðleiks um afstöðubreyt-
ingar láðs og lagar hérlendis en aldurinn á elzta fjörumónum. Ég
liafði áður athugað lauslega fjörumó bæði á Seltjarnarnesi og Akra-
nesi og sannfærzt um, að á báðum stöðunum væri fjörumórinn „ekki