Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 29
MÓRINN 1 SELTJÖRN
185
4. mynd. Snið, sem sýnir afstöðu Seltjarnarmósins til flóð- og fjöruborðs í Sel-
tjörn. — Section showing the Seltjörn peat in relation to high and loiu water
tevel in Seltjörn.
ttndir malarkambinn, en austan við kambinn er grunn tjörn og leir
á botni. Guðmundur G. Bárðarson upplýsir (1923, bls. 67), að það
sé mór undir leirnum, og mun hann í óslitnu framhaldi af Seltjarn-
armónum.
Hver er nú aldur þessa fjörumós? í bréfi því, er fylgdi sýnis-
horninu til Yale, gat ég þess aðeins, að aldurinn gæti verið meiri
en 5000 ár, að ólíklegt væri að hann væri yfir 7000 ár, en hér væri
þó aðeins um mjög lauslega ágizkun að ræða, sem ekki styddist við
nein öskulög. í Yale var sýnishornið ákvarðað með s.k. acetylen að-
ferð, sem er endurbót á „sofid carbon“ aðferð dr. Libbys. Kolefn-
inu í sýnishornunum er breytt í lofttegundina acetylen (C.2H2). Þessi
aðferð, sem fundin er af ameríska vísindamanninum H. E. Suess,
hefur þann kost, að hún útilokar truflanir vegna atómsprengja,
meðan verið er að vinna að talningunni. Hins vegar verður að gæta
mikillar varúðar, vegna þess að acetylenið er viðsjált sprengiefni.
Samkvæmt nefndri aldursákvörðun reyndist aldur sýnishornsins
(Y-249) 9030 ± 280 ár.
Ég geri ráð fyrir, að fleirum en mér muni þykja þetta hærri ald-
ur en þeir höfðu gert ráð íyrir. Er því ástæða til að reyna að glöggva
sig eitthvað á því, hverjar ályktanir um afstöðubreytingar láðs og
lagar og loftlagsbreytingar mætti leiða af því að sjávarstaða á Sel-
tjarnarnesi hefði verið svipuð og nú, en þó líklegast fáum metrum
lægri, fyrir 9000 árum, þ. e. seint á því tímabili, sem kvarterjarðfræð-
ingar nefna boreala eða svalþurra skeiðið.