Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 32
188 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN og veðurfræðingurinn Gordon Manley telur júlíhita í Norður-Eng- landi á Alleröd-skeiði hafa verið 4—5° C lægri en nú (Manley 1951). Þjóðverjinn Firbas telur júlíhitann á Eystrasaltsvæðinu hafa verið allt að 6° C lægri en nú (Firbas 1949), en liins vegar er þess að geta, að í síðustu ritgerð, sem ég hef lesið um þetta efni, er talið, að júlí- hiti í Danmörku hafi verið 13—14° C, þ. e. a. s. 2—3° lægri en nú (Hoppe 1956). Hér við Faxaflóa virðist mismunurinn, sem fyrr getur, hafa verið í mesta lagi 1.5° C, og líklegt að hann hafi verið minni. Raunar er það ekki óeðlilegt, að á Alleröd-skeiði hafi orðið til- tölulega hlýrra því fjær sem dró frá leifum meginjökulsins í Skand- ínavíu, sem mun hafa haft bein og óbein áhrif á loftslagið kringum sig og getur hafa bægt hlýjum loftstraumum frá Bretlandseyjum og Norðvestur-Evrópu. En hvort hugsanlegt er, að hér hafi orðið alveg eins heitt og nú, skal ósagt látið að sinni. Rannsóknir Jóhannesar Áskelssonar, Guðmundar Kjartanssonar og fleiri hafa leitt í ljós, að í sjávarseti á Suðurlandsundirlendinu finnast allt upp í 70—75 m hæð skeljar tegunda, sem bera vott um tiltölulega hlýjan sjó. Ekki hafa þó enn, mér vitanlega, fundizt þar neinar tegundir, sem ekki er enn að finna allt í kringum landið. Vart hefur sjór staðið liátt á Suðurlandsundirlendinu eftir að Suðurnesin voru risin liærra úr sjó en þau nú eru, og líklegast að sjávarstaða hafi verið orðin svipuð þar og hún nú er þegar fyrir 9000 árum. Eru þessar skeljaleifar því eldri en 9000 ára og gildir því sama um þær og skeljar við Rauðhól, að þær eru annaðhvort tilkomnar rétt upp úr yngra holtasóleyjarskeiði eða á Alleröd- skeiði. Einnig verður nú að taka að nýju til ígrundunar aldur- inn á malarhjöllum þeim, sem eru í 40—50 m hæð víða um land. Ég hef áður, í ritgerðinni Laxárgljúfur and Laxárhraun, sýnt fram á, að þeir væru eldri en almennt væri talið og talið þá frá yngra holtasóleyjarskeiði. Aldursákvörðunin á Seltjarnarmónum sker úr um það, að þeir eru a. m. k. ekki yngri en ég hef talið þá og bendir fremur til þess, að þeir séu eitthvað eldri. í því sambandi er þess að geta, að P. Bout telur líklegt, að þessir malarhjallar séu myndaðir á skeiði með mikilli jöklabráðnun og miklu vatnsrennsli jökulánna (Bout 1951) og gætu þeir því hugsanlega hafa myndazt á Alleröd-skeiði. Rannsókn G. G. Bárðarsonar á skeljalögum í Borg- arfirði virðist mér einnig geta bent til hins sama. Sú tiltölulega
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.