Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 33

Náttúrufræðingurinn - 1957, Blaðsíða 33
MÓRINN í SELTJÖRN 189 kyrra sjávarstaða, sem er skilyrði fyrir myndun þessara malarhjalla, orsakast af jafnvægi milli jafnvægisleitinna (ísóstatískra) breytinga á hæð landsins og sjávarborðsbreytinga vegna mismunandi vatns- magns heimshafanna (eustatískra breytinga). Og hvað er nú um skeljalögin í Saurbænum, sem G. G. B. (1921) telur hafa myndast áður en sjór tók að hækka við strendur lands- ins í ísaldarlokin. Samkvæmt aldrinum á fjörumónum geta þessi lög vart verið yngri en 15 000 ára og líklegt er, að þau séu enn eldri. Þess var áður getið, að fyrir 9000 árum hafi sjávarstaða við Reykjanes verið orðin nokkrum metrum lægri en nú. En það ber jafnframt að hafa það hugfast, að hinni jafnvægisleitnu hækkun landsins er ekki þar með lokið. Þeim, sem ritað hafa um afstöðubreyt- ingar láðs og lagar hér við land, hefur oftast láðst að taka tillit til eu- statísku breytinganna, þ. e. breytinga á rúmmáli heimshafanna vegna breytinga á vatnsmagni því, sem bundið er í jöklum jarðarinnar. Vegna rýrnunar jökla á lilýviðrisskeiðinu hélt sjávarborðið áfram að hækka þar til fyrir um 4000 árum og var þá orðið a. m. k. 20 m hærra en það var fyrir 9000 árum. Á þeim svæðum, þar sem afstaða láðs og lagar er nú svipuð og fyrir 9000 árum, hefur landið því raun- verulega risið um 20 m á þessu tímabili. Hvenær þeirri landhækk- un lauk, er erfitt að segja með vissu, en líklegt þykir mér, að henni hafi verið að mestu lokið fyrir a. m. k. 6000 árum. „Landsig“ við strendur íslands þarf því ekki nauðsynlega að túlkast sem ísóstatískt sig nema sannanlegt sé, að það hafi átt sér stað eftir að sjávarhækk- un lauk. Spyrja má því, livort hið umdeilda landsig við Faxaflóa sé ekki eingöngu afleiðing sjávarhækkunar. Ekki treysti ég mér til að skera úr um það, hvort hér hefur orðið sjávarstöðubreyting síðustu aldirnar eður ei. Ég hef ekki rannsakað það neitt sjálfur. Trausti Einarsson hefur réttilega vakið athygli á því, að oft er erfitt að greina afleiðingar landsigs við strendur frá afleiðingum landbrots. Hins vegar bendir Ólafur við Faxafen ekki síður réttilega á það, að ef um langvarandi landbrot er að ræða við strönd, er það venju- lega merki þess, að landið sé að lækka, og í heild virðast mér þyngri rök mæla með en móti því, að landið sé enn að síga við Faxaflóa. Seltjarnarmórinn virðist mér hins vegar taka af allan vafa um það, að land hefur lækkað eitthvað síðan hann hætti að myndast, og þar eð sjór mun heildarlega hafa frernur lækkað en hækkað síðan, iilýt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.