Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 39

Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 39
FRJÓGREINING FJÖRUMÓS ÚR SELTJÖRN 195 III. Frjólínuritinu úr Sogamýri er skipt niður í fjóra kafla eða skeið, (I, II, III og IV), en línuritinu úr Seltjörn aðeins í tvö, í sam- ræmi við myndunarsögu mósins (II og III). Einkennandi fyrir neðsta hluta (skeið I) frjólínuritsins úr Soga- mýrinni, sem er 30 metra yfir sjávarmáli, er það, að birkifrjó koma tæplega fyrir. Á skeiði II beggja frjólínuritanna koma birkifrjóin til sögunnar, þ. e. birki er tekið að vaxa í grenndinni, og eykst fjöldi þeirra fljótt upp að hámarki á miðju þessu skeiði. Birkifrjóum fækkar síðan nið- ur að lágmarki, sem er rétt ofan svarta öskulagsins k og lýkur þar þessu skeiði. Skeið III liefst með því, að birkifrjóum fjölgar að nýju upp í hámark rétt ofan öskulagsins Hs (í Sogamýrarsniðinu). Um þýðingu frjóa annarra plantna verður eigi rætt að sinni. Frjó plantna af maraættinni (Myriophyllum) koma þó nokkuð við sögu á skeiði III í Seltjarnarsniðinu. Þess skal og getið, til glöggv- unar á Sogamýrarsniðinu, að öskulagið G er að öllum líkindum það sama og Sigurður Þórarinsson nefnir VIIb í doktorsritgerð sinni og hefur liann síðar rakið upptök þess til gígs við Frostastaða- vatn og telur aldur þess um 1200 ár. Samanburður á frjólínuritunum tveimur leiðir eftirfarandi í ljós: ísskjöldur síðasta jökulskeiðs hafði liörfað af Reykjavíkursvæð- inu og sjávarmörk voru komin niður fyrir 30 m hæð nokkrum þús- undum ára áður en mór tók að myndast í Seltjörn. Þar eð allra elzti Seltjarnarmórinn er, samkvæmt C14 ákvörðuninni, um 9000 ára, má líklegt telja, að efstu fjörumörk á Reykjavíkursvæðinu, í 43 m hæð, séu a. m. k. 12 000—14 000 ára gömul. Þegar sjórinn var í þeirri Ineð, héldust hækkun lands (isostatisk) og hækkun sjávar (eustatisk) í jafnvægi um skeið, en það leiddi aftur af sér myndun brimþrepa, t. d. í Öskjuhlíð, og marbakka, t. d. í Blesugróf. Jafnvægi þetta rask- aðist brátt, landið hélt áfram að rísa, en í sjónum hækkaði ekki að sama skapi, svo að ströndin þokaðist smátt og smátt út og niður á við. Fyrir 9000 árum samkvæmt C14 ákvörðuninni, þ. e. 3—5 þús. ár- um eftir að efstu sjávarmörk mynduðust, eru sjávarmörkin komin a. m. k. 2 m niður fyrir núverandi fjöruborð, því að mór er tekinn að myndast í Seltjörn. Þessi landliækkun frá efstu sjávarmörkum

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.