Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 43

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 43
Jón Jónsson: Kísílþörunéar í Seltíamarmónum Grein sú, sem hér ier á eftir, er að mestu leyti útdráttur úr stærri ritgerð, Niváförándringar pá Island, sem nú er búin til prentunar og kemur út í Geografiska Annaler í Stokkhólmi. Ritgerð sú fjallar um árangur af rannsóknum á breytingum á afstöðu láðs og lagar við strendur íslands. Efni þeirrar ritgerðar verður ekki rakið hér. bess skal aðeins getið, að niðurstaðan af þeint rannsóknum er í stuttu máli, sem hér segir. I.andsig hefur átt sér stað á undanförnum öldum og á sér að miklum líkindum stað ennþá. Þetta má telja sannað hvað við- víkur svæðinu frá Vestra Horni og vestur að Snæfellsnesi, en senni- legast er, að það nái yfir allt landið. Landsigið er mjög hægfara og liefur verið byrjað löngu fyrir landnámsöld. Líklegt er talið, að landsigið nemi a. m. k. 4—5 mm á ári. Mjög hæpið virðist að setja landsig þetta í samband við jökul- farg yfirleitt. Fyrir þessu er gerð nánari grein í áðurnefndri ritgerð. Víða með ströndum íslands má finna jarðveg eða mó, sent sjór nú gengur yfir um flóð, og jafnvel má finna þar mó, sem einnig um fjöru liggur neðan við sjávarmál. Það er langt síðan þessu var veitt eftirtekt og allmikið hefur verið um þennan fjörumó rætt og ritað. Yfirleitt hefur hann verið talinn sönnun þess, að sjór hafi gengið á landið, þ. e. að landið liafi sigið, sjór hækkað eða þá það, að hvort tveggja hafi átt sér stað. Þó hafa verið uppi raddir um, að fjörumórinn sannaði raunar ekkert í þessu máli, og það var m. a. af þeim ástæðum, að ég fyrir nokkrum árum tók upp athuganir á þessu með aðferð, sem mér vitanlega hefur ekki áður verið beitt við rann- sókn á mó hér á landi. Hins vegar hefur þessi aðferð verið mjög mikið notuð erlendis við liliðstæðar rannsóknir, og hún verður að teljast einhver hin öruggasta, sem nú er völ á. Svo má heita, að alls staðar, þar sem vatn er fyrir hendi, lifi meira eða minna af svonefndum kísilþörungum (dintomeae). Jurtir

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.