Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 44

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 44
200 NÁTTÚK.UFRÆÐIN GURINN þessar eru örsmáar. Stærri tegundirnar aðeins 100—300 u á lengd, og þær allra stærstu geta náð því að verða 0.5 mm á lengd. Við rannsóknir og ákvarðanir á þessum jurtum verður því að nota smá- sjár með stækkun, a. m. k. 800—1000 faldri. Nafn sitt hafa þessir þörungar fengið af því, að þeir mynda um sig kísilskel. Eftir útliti SN/Ð (SECT/ONJA Mynd 1. Línurit er sýnir breytingar á kísilþörungaflórunni í Seltjarnarmónum. Diagram showing the occurrence of diatoms in Seltjörn. kísilskeljanna, sem oft eru mjög fallegar, eru þörungarnir ákvarðaðir. Sumar tegundir kísilþörunga lifa aðeins í söltu vatni (sjó), aðrar aðeins í ósöltu vatni og enn aðrir í lítið eitt söltu vatni. Nokkrar tegundir geta líka lifað í mjög mismunandi vatni og verða því ekki notaðar við athuganir eins og þær, sem hér um ræðir. I mýrum á íslandi er mjög mikið um kísilþörunga. Hér er rúmsins vegna ekki hægt að lýsa þessum jurtum nánar eða gera grein fyrir rannsóknum á þeim. Ég vona að geta síðar sent Náttúrufræðingnum myndir af nokkrum fleiri kísilþörungum, sem ég hef fundið í fjörumó á fslandi. Loks skal þess getið, að dansk- ur sérfræðingur, Ernst Östrup, hefur rannsakað mjög rækilega kís- ilþörunga frá íslandi, og er árangur þeirra rannsókna að finna

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.