Náttúrufræðingurinn - 1957, Síða 46
202
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
í ósöltu vatni og 4% þörunga, sem bezt kunna við sig í lítið eitt
söltu vatni. Mjög fljótlega fellur tala saltvatnsþörunganna niður í
8% (sbr. línuritið) og nokkru ofar í sniðinu fer tala þeirra niður í
4%, og þannig er það, að heita má, gegnum allt sniðið. Það er nær
eingöngu þörungurinn Rhopalodia musculus, sem þannig kemur
3. mynd. Kísilþörungaflóran í Seltjarnarmónum. Stækkun 450 x • —
Diatoms from the peat in Seltjöm. x 450. — Ljósm. Jón Jónsson.
fyrir gegnum allt jarðvegssniðið. Þessi þörungur er talinn meðal
saltvatnsþörunga, en liann getur líka lifað í nær ósöltu vatni. Það
er auðsætt, að maður verður að reikna með einstaka saltvatnsþör-
ung í mýrum, sem liggja alveg við sjó. Sömuleiðis má finna í sjón-
um allmikið af kísilþiirungum, sem lif'a í ósöltu vatni, og hafa þeir
borizt þangað með lækjum og ám.
Ég gat þess áðan, að Seltjörn hefði verið algerlega slitin úr
tengslum við hafið, þegar mómyndunin hófst. Þessa skoðun byggi
ég á því, að á flæðiengjum, eins og t. d. við Borgarvog í Borgarfirði,