Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 50

Náttúrufræðingurinn - 1957, Page 50
Finn iir Guðmnndsson: Islenzkír fuglar XIV Kría (Sterna paradísaea) Máfaættinni (Laridae) er venjulega skipt í tvær deildir, liina eiginlegu máfa (Larinae) og þernur (Sterninae). Þernur eru að ýmsu leyti frábrugðnar hinum eiginlegu nráfum. Þær eru nreðal annars miklu lágfættari og smáfættari en máfarnir, og nefið er oftast beint, þ. e. efri skoltur er aldrei krókboginn í oddinn, eins og á flestum nráfum. Stélið er oftast klofið eða áberandi sýlt. Alls eru taldar 42 tegundir af þernum í heiminum, þar af eru 10 tegundir verpandi í Evrópu, en aðeins 1 tegund hér á landi, og er það krían. Önnur tegund hefur þó sézt og náðst lrér í nokkur skipti síðustu árin, en það er sótþernan (Chlidonias niger). Á fyrstu öldum íslands Iryggðar bar krían annað nafn en nú. Hún gekk þá undir nafninu þerna og hefur það nafn lraldizt í ör- nefnunr, eins og t. d. Þerney, Þernunes, Þernuvík og mörgum fleir- um. f öðrum norrænunr málum liefur þernunafnið lraldizt allt fram á þenna dag (sbr. tarna á sænsku, terne á norsku og dönsku og terna á færeysku), en íslendingar hafa lrins vegar varpað þessu forna nafni fyrir horð og tekið upp hljóðnefnið kría í staðinn. Kríunafnið virðist lrafa verið orðið rótgróið hér á landi þegar á öndverðri 16. öld, en vel má vera, að það hafi verið orðið ríkjandi allmiklu fyrr. Eg lief valið þann kost að takmarka kríunafnið við þá einu tegund, sem er varpfugl hér á landi, en kalla Iiinar tegundirnar þernur. Fullorðnar kríur vega 100—120 g. Krían er því fremur lítill fugl, en þar sem hún er bæði mjög vængjalöng og stéllöng og auk þess fiðurmikil, sýnist hún öllu stærri en hún í raun og veru er. Litar- munur eftir kynferði er enginn, en karlfuglar eru ívið stærri en kvenfuglar. I sumarbúningi eru fullorðnar kríur ljóssteingráar með svarta hettu á höfðinu, og nær hún frá enni aftur á hnakka. Þær eru dekkst- ar á baki, herðum og vængjum, en ljósastar á kverk og næstunr

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.