Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1957, Qupperneq 51

Náttúrufræðingurinn - 1957, Qupperneq 51
ÍSLENZKIR FUGLAR XIV 207 Iivítai' á vöngum, neðan við svörtu kollhettuna, og hvítar á yfir- gumpi. Yfir- og undirstélþökur eru livítar. Stélfjaðrirnar eru einnig hvítar nema 2—3 yztu fjaðrirnar hvorum megin, sem eru meira eða rninna gráar á útfönum. Yzta handflugfjöður er næstum svört á útfön, og allar eru handflugfjaðrirnar meira eða minna hvítar á innfönum, en hvíti liturinn minnkar eftir því sem innar dregur. Armflugfjaðrir eru hvítar í oddinn og næstum alhvítar á innfön- um. Lengstu axlarfjaðrirnar eru livítyddar. Nefið er blóðrautt, efri skoltur stundum grásvartur í bláoddinn. Fætur eru hárauðir, klær mósvartar. Lithimna augans er dökkbrún. — í vetrarbúningi er krían allivít á liálsi, bringu og kviði. Ennfremur er hún hvít á enni og aftur fyrir augu, en mósvört á aftanverðum kolli og hnakka. í kringum augun eru dökkar írur. Nef og fætur er hvort tveggja svart, stundum þó með dálítið rauðleitum blæ. Að öðru leyti er enginn munur á sumar- og vetrarbúningi. Dúnungar eru gulbrúnir (stundum ljósgráir) að ofan með all- þéttum, svörtum dílum eða flikrum. Á bringu og kviði eru þeir hvítir, en grásvartir á hálsi, kverk og kringum nefrót. Þó er oftast hvítur eða Ijósleitur smáblettur á kverk við rót neðra skolts. Nefið er ljósrauðbleikt, svart í oddinn og með hvítan eggnadd. Fætur eru ljósrauðbleikir og klær grásvartar eða gráar. Á einstaka unga er nefið hvítgrátt og fætur næstum hvítir. — Fleygir ungar líkjast talsvert fullorðnum fuglum í vetrarbúningi, en axlar- og herða- fjaðrir eru þó með dökk- eða gulbrúnum fjaðrajöðrum, og smá- þökur á yf’irvæng eru dökkgráar. Að neðan eru þeir líka oft með móleitum flikrum, einkum á kverk og hálsi. Ungarnir hafa að nokkru leyti búningaskipti á tímabilinu ágúst—nóvember, og líkj- ast eftir það enn rneir fullorðnum fuglum í vetrarbúningi. Þessi búningaskipti ná þó ekki nema til nokkurs hluta af kroppfiðrinu, en á tímabilinu febrúar—júní skipta þeir alveg um búning og klæð- ast þá 1. sumarbúningi. í þeim búningi er vart liægt að þekkja ungfuglana frá fullorðnum fuglum í vetrarbúningi. Þó eru smá- þökur á yfirvæng dekkri og stélið yfirleitt styttra og margar stél- fjaðranna meira eða minna gráar. Ekki er vitað með vissu, hvort krían klæðist búningi fullorðinna fugla þegar á 2. sumri, og það er lieldur ekki vitað með vissu, hve- nær hún verður kynþroska. Sumir ætla, að hún verði kynþroska ársgömul, en það getur varla verið rétt. Að vísu sjást stundum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.