Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 58
212
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
stökum vörpum, jafnvel þótt tiltölulega stutt sé á milli þeirra. Á
stöku stað hefst varpið stundum seint í maí, ef tíð er hagstæð, en á
öðrum stöðum getur það dregist þangað til síðari hluta júní. Algeng-
ast mun þó vera, að varpið hefjist ekki fyrir alvöru fyrr en um viku
af júní, og það stendur venjulega sem hæst um eða upp úr miðjum
júní. Oft misferst allmikið af eggjum, og auk þess eru eggin víða
tekin, og leiðir það til þess, að fuglinn verpur aftur, jafnvel oftar en
einu sinni, og í mörgum vörpum má því finna óunguð egg alveg
fram í júlílok, auk unga á ýmsum aldri. Ungarnir drepast oft unn-
vörjmm, einkum nýklaktir ungar og ungar, sem eru um það bil að
verða fleygir. Aðalorsakir að ungadauðanum rnunu vera átuskortur
og köld og vætusöm tíð, en margt fleira kemur hér einnig til greina.
Sum ár kveður svo rannnt að ungadauðanum, að aðeins fáir ungar
komast á legg í stórum vörpum.
Það má teljast nokkurn veginn öruggt, að hér fari fyrstu kríurnar
að leita til hafs og suður á bóginn þegar upp úr miðjum júlí. Ágúst
er þó aðalbrottfarartími kríunnar hér og um mánaðamótin ágúst-
september er krían að mestu farin og vörpin auð og yfirgefin. Fram-
an af september er þó enn strjálingur af kríu nreð ströndunr fram,
og einstaka eftirlegukindur sjást stundum fram í byrjun október.
Hér að framan hefur þegar verið rætt um ferðir og vetrarheimkynni
kríunnar og má telja víst, að það, sem þar var sagt, gildi einnig um
íslenzkar kríur. Að vísu lrafa aðeins tvær merktar, íslenzkar kríur
náðst erlendis. Önnur þeirra náðist við strönd Belgíu að vorlagi, og
hefur liún því verið á norðurleið, en hin náðist í september í Nígeríu
á vesturströnd Afríku, og hefur hún bersýnilega verið á suðurleið.
Sú síðarnefnda hafði verið merkt ungi á Grímsstöðum við Mývatn,
og var hún 21 árs gömul, þegar hún náðist. Aftur á móti hafa um
50 merktar, íslenzkar kríur náðst einu eða fleiri árurn eftir merkingu
á sama stað og þær voru merktar. Þessar endurheimtur bera glöggt
vitni um átthagatryggð kríunnar og veita auk þess nokkra vitneskju
um, Iive gömul hún getur orðið. Af 30 kríum, sem merktar voru
fullorðnar og hafa síðan náðst á sama stað og þær voru merktar,
náðust 12 einu ári eftir merkingu, 8 tveimur árum el'tir merkingu,
4 þrenrur árum eftir merkingu, 1 sjö árum eftir merkingu, 3 átta
árum eftir merkingu, 1 tólf árum eftir merkingu og 1 fimmtán árum
eftir merkingu. Af 19 krfum, sem merktar voru ungar og hafa síðan
náðst á sama stað og þær voru merktar, voru 3 þriggja ára, 1 fjögurra