Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 59

Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 59
ÍSLENZIUR FUGLAR XIV 213 ára, 3 fimm ára, 2 sex ára, 1 sjö ára, 3 tín ára, 1 ellefu ára, 2 fjórtán ára, 2 átján ára og 1 tuttugu og fimm ára. Bæði innlendu og erlendu endurheimturnar sýna, að kríur geta náð allháum aldri, ef slys eða sjúkdómar verða jreim ekki að aldur- tila. Það er athyglisvert í sambandi við innlendu endurheimt- urnar, að 2/3 af þeim endurheimtu kríum, sem merktar voru full- orðnar, liafa náðst einu eða tveimur árum eftir merkingu, en af þeim endurheimtu kríum, sem merktar voru ungar, hafa engar náðst fyrstu tvö árin eftir merkingu. Þetta bendir ótvírætt til þess, að krían verði ekki kynþroska fyrr en hún er þriggja ára. Að öllum líkindum dvelst meginhlutinn af ársgömlum og tvegja ára kríum sumarlangt á hafi úti. Þó má telja líklegt, að þær leiti lengra eða skemmra norður á bóginn, þegar vora tekur á norðurhveli jarðar, enda þótt þær leiti ekki til lands á æskustöðvum sínum nerna að litlu leyti. Ársgamlar kríur eru auðþekktar á því, að þær líkjast fullorðnum kríum í vetrarbúningi, þ. e. þær eru að mestu hvítar að neðan, hvítar á enni og með svart nef og fætur. Hópa af slíkum kríum hef ég séð í júní og júlí í grennd við kríuvörp á suðurströnd íslands, einkum í grennd við ósa stóránna þar. Þær sátu venjulega í þéttum hnapp í útjöðrum kríubyggðanna eða í grennd við þær, flugu upp um leið og fullorðnu varpfuglarnir og gerjuðu yfir varplandinu inn- an um þá; en þegar fuglinn settist aftur, skildu þær sig frá fullorðnu fuglunum og settust einhvers staðar í hnapp út af fyrir sig. í öðrum landshlutum hefur einnig orðið vart við ársgamlar kríur í kríuvörp- um, en aldrei nema einn og einn fugl. Ekkert bendir til þess, að þess- ir ársgömlu fuglar liafi nokkurn tíma orpið hér eða þeir séu yfirleitt kynþroska. Um tveggja ára kríur er miklu minna vitað, og stafar það einkum af því, að óvíst er talið, að hægt sé að þekkja þær frá eldri fuglum. Með tilliti til þess, sem vitað er um ársgömlu kríurn- ar, má þó ætla, að tveggja ára kríur leiti hér engu síður lands á sumr- in en þær og jafnvel í enn ríkari mæli. Aðalfæða kríunnar eru smáfiskar og fiskseiði, ýmis lægri svifdýr (m. a. ljósáta), skordýr og skordýralirfur, og ormar (ánamaðkar). Af fiskum, sem krían sækir í sjó, má nefna sandsíli, loðnu, smásíld og ufsaseiði, en sjálfsagt tekur hún einnig seiði fleiri tegunda. Af fisk- um í ósöltu vatni tekur krían mest af hornsílum, en hún tekur einn- ig silungs- og laxaseiði, þegar lnin á þess kost. Kríur Ieita sér mjög oft ætis í ræktuðu landi, enda er skordýralíf þar oftast auðugra en víð-

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.