Náttúrufræðingurinn - 1957, Side 64
Sitt af hverju
Technetium.
Árið 1871, er Mendeljefí hafði skipað frumefnunum í kerfi og
flokkað jrau eftir skyldleika, voru í kerfi hans nokkrar eyður, sem
þá urðu ekki fylltar, vegna jress að frumefnin, er Jrar áttu að vera,
voru ennþá ófundin. í trausti Jress, að forsendur þær, sem kerfið
byggist á, væru réttar, var hafin leit að þessum efnum. Af stöðu
Jjeirra í kerfinu mátti margt ráða um eiginleika þeirra og hvar þau
væri helzt að finna. I.eið heldur ekki á löngu Jjar til Jjau komu í
leitirnar, hvert af öðru, nr. 31, gallium 1875, nr. 21, scandium
1879, nr. 32, germanium 1886 o. s. frv.
í þeirri röð kerfisins, sem hefst á rnangan, hafði vantað tvö frum-
efni, nr. 43 og 75. Annað þeirra (nr. 75) fannst árið 1925 og var
það nefnt rheníum. Samtímis fundust við litrófsrannsóknir merki
þess, að til væri einnig frumefnið nr. 43, og var því þá gefið nafnið
masúríum. Ekki tókst þó að finna neitt mælanlegt magn af því í
náttúrunni. I.oks var það árið 1937 að það tókst að framleiða þetta
frumefni. Var Jjað gert með því að skjóta deuterónum á molybden.
Til skýringar skal þess getið, að deuteróna er samsett af einni pró-
tónu og einni neutrónu og er hún Jjví helmingi þyngri en vatns-
efniskjarninn, sem er aðeins ein prótóna. Molybden er frumefni
nr. 42 í kerfi Mendeljeffs og Jjví næst á undan hinu nýja frumefni,
nr. 43. Þar sem frumefni þetta var Jjannig framleitt á tæknilegan
liátt, en var ekki finnanlegt í náttúrunni, var Jjví nú gel'ið nafnið
technetíum (Tc).
Ef menn hefðu orðið að láta sér nægja það litla magn af technet-
íum, sem hægt var að framleiða á þennan hátt, hefði saga Jjessa
frumefnis sennilega ekki orðið lengri. En það kom í ljós síðar meir
við rannsóknir á þeinr efnum, er mynclast við klofnun á úraníum
í úranhlaða, að 6% þeirra var technetíum. Það varð því unnt að gera
ítarlegar tilraunir með Jjetta nýja frumefni, og kom bráðlega í
Ijós, að Jjað hafði vissa sérkennilega eiginleika til að bera. í fyrsta
lagi reyndist það geta hindrað málmátu (corrosion) marglalt bet-
ur en þau efni, er áður höfðu bezt reynst til þeirra hluta. f öðru