Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 11
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
3
unnið úr þeim. Tók hann þegar í notkun nýjustu starfsaðferðir
í fiskirannsóknum og bætti þær að nokkru sjálfur. Hann rakst
á að missterkir árgangar ráða mjög miklu um árlegar sveiflur í
þorskveiðinni og það hittist einmitt svo á, að þegar Árni hóf rann-
sóknir sínar á þorski hér við land, var að korna í gagnið einn sterk-
asti árgangur, sem verið hefur í þorskstofninum íslenzka frá því
rannsóknir liófust, en hann var frá árinu 1922 og hefur mér talist
til, að íslendingar hafi veitt af honum alls á vetrarvertíð tæp 100
milljón stykki. Til samanburðar má geta þess, að af árganginum frá
1927 fengum við einungis rúmar 4 milljónir stykkja alls á vetrar-
vertíð.
í þessari skýrslu, svo og þeim er á eftir komu, gerði hann ýtarlega
grein fyrir árgangaskipan þorskstofnsins og þeim lærdómi, sem af
}jví mætti draga.
Árni lióf rannsóknir sínar á síld samtímis þorskrannsóknunum
og í fyrstu rannsóknarskýrslu sinni gerði hann grein fyrir þeim.
Þegar á fyrsta ári tók hann til aldursgreiningar 1500 síldar, bæði
frá Suður-, Norður- og Austurlandi. Hann fann strax, að langmestur
hluti síldarinnar að norðan og austan var vorgotssíld, en aftur á
móti var mestur hluti sunnansíldarinnar af sumargotssíldarstofni.
Þá byrjaði hann einnig rannsóknir á átumagni í síldarmögum, enda
hafði hann fengið nokkra aðstöðu til slíks á Siglufirði.
Þá hófst hann handa um svifrannsóknir og voru það einkum
varðskipin er framkvæmdu þessar rannsóknir fyrir hann, svo og
nokkrir fiskibátar. Einnig lét hann safna sýnishornum af sjó og
hitastigi hans á ýmsum stöðum umhverfis landið.
Hann setti þannig í upphafi markið hátt og má furðulegt heita,
að einn maður skyldi koma öllu þessu í verk, jafnvel þótt sumt væri
af vanefnum gert.
Á árurn 1935—39 hafði Árni aðgang að togaranum Þór til haf-
rannsókna og var honum sköpuð nokkur aðstaða til rannsóknar-
starfa um borð í skipinu. Fyrsta leiðangur sinn fór hann með skip-
inu í marz-maí árið 1935 og var verkefni leiðangursins að athuga
möguleika á veiði hrygnandi síldar við Suður- og Suðvesturland
á veturna. Á næstu árum fór skipið nokkra leiðangra undir stjórn
Árna, m. a. til athugana á karfaveiði á djúpmiðum, til sjómælinga í
hafinu á milli íslands og Grænlands og haustið 1937 byrjaði Árni
fyrstu athuganir sínar á skipinu í sambandi við undirbúninginn að