Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 22
34
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
1. mynd. Kræklingur. ARet 0es St L RI 77 Dl PRet An
Vinstri skel og vinstri ;
kápuhelmingur tekin j
burtu. AAd fremri lok- !
vöðvi; An endaþarms-
op; ARet fremri fót-
vöðvi; lir tálkn; By
skegg; DI og RI þarm-
ur; Ft fótur; L lifur;
Oes kok; PAd aftari
lokvöðvi; PRet aft;
fótvöðvi; St magi;
endaþarmur. (Field).
tveggja, að flytja vatnið í gegnum holið og sía frá jtví jrær nær-
ingaragnir, sem jrað lter með sér. Næringarupptaka fer jnví aðeins
fram að dýrið sé á kafi. Fjari af joví lokast skeljarnar saman og opn-
ast ekki fyrr en yfir jrær flæðir aftur. Þessi stöðvun næringarupp-
tökunnar á hverri fjöru verður því lengri sem ofar dregur í flæðar-
málið. Vöxtur kræklingsins verður j)á að sama skapi minni, unz
liann stöðvast alveg, og verða þar efri takmörk kræklingabeltisins.
I miklum frostum getur svo farið, að kræklingurinn frjósi í hel,
þegar af honum fjarar til lengdar.
Skeljar kræklingsins eru oftast bláar að lit, enda nefndur bláskel
í Noregi. Á djúpu, kyrru vatni eru skeljarnar þunnar, en á minna
dýpi og á grjóti í miklu ölduróti eru j>ær Jrykkari og oft vaxnar
lirúðurkörlum. Kræklingurinn vex í klösunt eða breiðum og liggja
skeljarnar jafnan Jrétt saman. Festa dýrin sig við botninn eða aðra
fasta hluti eða hvert við annað. Gerist Jretta með sérstökum þráð-
um, skegginu, sem dýrið spinnur með fætinum. Fóturinn vex nið-
ur úr kviði dýrsins og liggur út á rnilli tálknanna. Dýrið getur
stungið honum út á milli skeljanna og notað hann bæði til að halda
sér föstu og til að mjaka sér áfram. Fóturinn er rauðbrúnn á lit
og á enda hans er ofurlítil heftiflaga. Efst á fætinum opnast kirtlar,
sem gefa frá sér efnið í skeggþræðina, en }>að rennur í örlítilli gróf
niður eftir fætinum og storknar um leið. Hagræðir fóturinn þræð-
inum og festir hann j>ar, sem stuðning er að fá. Myndast jrannig
margir þræðir kringum fótinn svo að af verður hið svokallaða