Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 23
NÁTT Ú RU FRÆÐINGURINN
15
2. mynd. Krælkingur spinnur sig fastan. a aflosaður skeggþráður; b fótur með
þráðgróf; c heftiflögur skeggþráðanna (Havinga).
skegg. Fóturinn getur og losað frá sér suma þræðina þegar á þarf
að halda. Með því að losa suma þræðina og spinna aðra nýja getur
dýrið fært sig úr stað. Slíta má kræklinginn upp og flytja hann á
aðra staði. Spinnur hann þá nýja þræði og festir sig aftur, ef hotn-
inn leyfir og önnur lífsskilyrði eru fyrir hendi.
Kræklingurinn vex bezt neðst í fjörunni, um og neðan við stór-
straumsfjöruborð. Er kræklingabeltið talið ná frá hálfföllnum sjó
og út á 20 m dýpi. Víða finnst kræklingur ]x> á meira dýpi en
þá í litlu magni. Kræklingur getur vaxið á alls konar botni, nema
ekki lausum sandbotni. Hann sezt á alla fasta hluti, kletta, grjót
og möl, bryggjustólpa og baujur. A leðjubotni, þar sem ekki er
mikil hreyfing getur hann líka vaxið. Þar tengja dýrin sig hvert við
annað með skeggþráðunum og mynda samfellt teppi, sem getur
orðið mjög þykkt og sterkt. Nokkur hreyfing á sjónum er krækl-
ingnum nauðsynleg, því að með því rnóti berst til hans næring.
Hann lifir sérstaklega vel í sjó, þar sem gætir íblöndunar af fersku
vatni og vex því venjulega við árósa. Talið er þó, að saltmagnið
þurfi að vera að minnsta kosti 2%, ef vöxtur á að vera góður. Niður