Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 25
NÁTTÚ RU FRÆÐIN G U RIN N
17
3. ínynd. Kræklingsskel með einum vetrarhnng (Havinga).
stæðum, s. s. hitastigi o. 11., getur jalnvel hafi/t í marz og staðið
fram í október.
Kræklingurinn vex hratt, allt að 3 crn á ári, ef skilyrðin eru góð.
Stærð fullvaxinna dýra er oftast 9—11 cm, en getur þó farið allt
upp í 15 cm. Hámarksaldur er sennilega 7 ár eða lítið eitt meira.
Skæðustu óvinir kræklingsins eru krossfiskurinn og nokkrir fugl-
ar aðallega endur, æðarfugl og mávar. Lítið mun um það, að fiskar
eti krækling, skelin of hörð fyrir þá flesta, nema meðan hún er
mjög ung. Hættulegur óvinur kræklingsins er einnig sandurinn.
Þar sem mikið er af fínum, lausum sandi, getur svo mikið af honum
borizt inn í tálknholið, að dýrið drepist. Víðast hvar berst þó eitt-
hvað af sandkornum inn í skelina, en þau skolast út aftur. Krækl-
ingur, sem kemur í hreinan sjó, getur þannig hreinsað sig bæði
af sandkornum og hvers konar aðskotahlutum, jafnvel líka gerlum.
í kræklingi finnast stundum örlitlar perlur, en þær myndast utan
um aðskotahluti, sem sezt hafa að innan við skelina. Er þetta sama
og gerist í perluskelinni.
Útbreiðsla kræklingsins er mjög mikil. Við Norður-Atlantzhaf
er hann algengur bæði við austurströnd N-Ameríku og alla vestur-
strönd Evrópu, ennfremur í Miðjarðarhafi og Svartahafi. Hvergi
mun þó meira um hann en við strendur Hollands, einkum í
Zuidersee, en þar er mjög mikil kræklingarækt og kræklingatekja.
Á austurströnd Bandaríkjanna og Kanada er alltaf tekið talsvert
af kræklingi, en tekjan er mjög takmörkuð vegna eiturs í krækl-