Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 27
NÁTTÚ RU FRÆ ÐINGU RIN N
19
4. mynd. Kræklingabreiða í Zuidersee (Havinga).
samræmi við þá gömlu reglu, að skeliisk megi ekki taka í „r“-lausum
mánuðum, þ. e. í maí, júní, júlí og ágúst. Hér getur og komið
íleira til greina, eins og aukin hætta á eitrunum fyrri hluta sumars.
Það þykir ágæt nýting, ef fiskurinn í skelinni er 23—26% af heildar-
þunganum upp úr sjó, 17—20% er sæmileg nýting, en fari fiskmagn-
ið niður fyrir 15% er kræklingurinn ekki talinn hirðandi, enda
bragðið þá ekki gott.
Bretar liafa sama hátt á og Hollendingar um ræktun og töku
kræklings. Útsáning fer fram þegar skelin hefur náð 2,5 cm, og
eftir 18 mánuði er kræklingurinn markaðshæfur. Útsáningin fer
fram í „r“-lausu mánuðunum, en á þeim tíma er enginn kræklingur
tekinn upp til rnatar. Kræklingurinn er tíndur með höndunum um
fjöru. A meira dýpi er notuð botnskafa. Er aflinn allur fluttur í
land, settur þar í vél til hreinsunar og flokkunar og allar undir-
málsskeljar eru fluttar út á miðin aftur. Kræklingurinn, sem fer
til matar, er oft gerilsneyddur við suðu eða hann látinn hreinsa
sig í sterilum sjó á 48 klst. Á markaðinn í Billingsgate í London
koma oft um 50 tonn á viku af kræklingi. Smásöluverð á lifandi