Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 34
26
NÁTT Ú RU FRÆÐINGURINN
hærra. Barrskógur vex mun lengra uppeftir, jafnvel í allt að 2600
m liæð, þar sem skilyrði eru bezt. Einirunnar og hálfjarðlægar
fjallafurur kornast í allt að 3350 m hæð í fjöllunum. í Alpafjöllum
eru til engjablettir, (sem tvíslegnir eru á sumrin), í um 2000 m
hæð yfir sjó. Grasblettir, nothæfir til sumarbeitar, finnast í allt að
3000 m hæð á góðum stöðum. — I svissnesku Ölpunum er talið að
um 120 jurtategundir vaxi í um 3000 m hæð yfir sjó, en aðeins 12
tegundir í 3500 m hæð.
Loks hafa fundist 6 tegundir í 3900 m hæð, þar á meðal jökla-
sóley. Hún hefur fundizt í blómi í 4270 m hæð yfir sjó á Finsterar-
horni í Sviss.
Ritstjóraskipti
Með 35. árgangi lét dr. Sigurður Pétursson af ritstjórn Náttúru-
fræðingsins, og hafði hann þá ritstýrt tímaritinu um 10 ára skeið.
Stjórn Hins íslenzka náttúrufræðifélags kann honum beztu þakkir
fyrir mjög vel unnin störf.
Örnólfur Thorlacius, menntaskólakennari, ritstýrði 36. árgangi,
en varð að hætta sökum anna. Með Jres.su hefti tekur Óskar Ingi-
marsson við ritstjórn Náttúrufræðingsins.
1 Jressu hefti er litmynd af Lakagígum, sern fylgir grein dr. Sig-
urðar Þórarinssonar. Myndamót og prentun myndarinnar gaf Eyþór
Erlendsson, fyrrverandi bóndi að Helgastöðum undir Vörðufelli, en
hann er lesendum Náttúrufræðingsins að góðu kunnur af greinum,
sem hann hefur skrifað í ritið.
Hér er um höfðinglega gjöf að ræða, sem er að verðmæti tug-
þúsundir króna, og sýnir hún mikla velvild gefanda og hugulsemi
um gengi Náttúrufræðingsins. Stjórn félagsins er Eyþóri Erlends-
syni mjög Jrakklát fyrir.
Þorleifur Einarsson.