Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 48
38
NÁTTÚRU FRÆÐINGURINN
Suðurland) þótt leiðréttingar haíi verið gerðar hér og þar með hjálp
flugmynda og gígaröðin sjálf dregin nákvæmar en á því korti. Línur
þær, er sýna jaðar Skaftáreldahrauns á ýmsum tímum meðan á gos-
inu stóð, eru byggðar á þeim heimildum, sem ofangreindur annáll
er dreginn saman úr, og kortum þeirra Sæmundar Hólm og Magnús-
ar Stephensens.
I eldfjallasögu sinni birtir Þorvaldur Thoroddsen eftirfarandi
útreikninga á flatarmáli og rúmmáli Skaftáreldahrauns:
Hraun í Meðallandi Flatarmál km2 215 Meðal þykkt 15 Rúmmál 10° m3 3225
Skaftárgljúfur frá Háutindum að Skaftárdal 55 80 4400
Sunnan Laka þar til hraunstraumur greinist 54 30 1620
Hraun á Landbrotsafrétti og við Leiðólfsfell 44 10 440
Hraun milli norðausturhluta gígaraðarinnar og Skaftár 46 15 690
Eystri hraunstraumurinn ofan við Hnútu 87 15 1305
Eystri hraunstraumurinn neðan við Hnútu 64 10 640
565 12320
Flatarmál hraunanna í heild samkvæmt mælingum Thoroddsens
er það rétt, að ekki er ástæða til að breyta þeirri tölu. Hefur hann að
líkindum byggt mælingarnar á láglendi á kortum herforingjaráðs-
ins en að öðru leyti byggir hann á eigin athugunum, en enginn hefur
kannað útbreiðslu hraunanna betur en hann. Rúmmálstölum hans
er heldur ekki ástæða til að breyta fyrr en einhver hefur kannað
hraunin betur en hann gerði.
Samkvæmt töflu Thoroddsns er meðalþykkt hraunanna 22 m og
heildarrúmmál 12.3 km3. Flatarmá) hrauns frá gígaröðinni suð-
vestan Laka er, skv. töflu lians, 368 km2 og rúmmál 9.7 km3 en
flatarmál hraunsins frá norðaustur gígaröðinni 197 km2 og rúm-
mál 2.64 km3. Er þetta líklega mesta hraun, sem myndast hefur
í einu gosi á gjörvallri jörðinni síðan kvarteru ísöldinni lauk, ef