Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 57
NÁTTÚRUF R Æ ÐIN G U RI N N
47
næsta snautt að ólivíni. Dílar eru smáir í hrauninu og aðallega
feldspatið labrador.
TAFLA 2.
1. 2.
SiÖ2 . . . . 50.38 49.55
TiO, .... 2.11 2.84
AloO j 14.16 13.79
Fe.,0., 4.17 2.49
FeO 9.25 11.34
MnO . . . . 0.23 0.25
MgO 6.58 5.84
CaO 11.42 10.63
Na.,() 2.01 2.79
K.,0 0.53 0.42
P.,Or, .... — 0.30
CO., .... — 0.11
H,0+ .... 0.33 0.17
H.,0- 0.00 0.11
Summa 101.17 100.69
1. Efnagreint af Herði Jónssyni. Úr S. Thorarinsson 1958,
bls. ‘11. 2. Úr Iv. S. Heier et al. 1966, bls. 430.
Chetnical analyses of Lakagígar tephra (1) and lava (2).
Lakagígar.
Þess skal nú freistað að lýsa sjálfum eldstöðvum Skaftárelda,
Lakagígum. Verður sú lýsing aðallega fólgin í ljósmyndum, sem
þessari grein fylgja, þar með einni litmynd, en myndamót hennar og
prentun eru gefin af velunnara Náttúrufræðingsins, F.yþóri Erlends-
syni, og var sú gjöf raunar tilefni þess, að ég setti saman þetta
greinarkorn.
Heildarstefna gígaraðarinnar suðvestan L.aka er nákvæmlega frá
suðvestri til norðausturs. Norðaustan Laka er stefnan 2° norðlægari
en suðvestan hans. Lengd Lakagíga in sensu stricto, það er gíga-
raðarinnar, sem gaus 1783, verður ekki mæld með vissu, þar
eð ekki er fyllilega öruggt, hversu langt norðaustur hún nær.
Um 1 km norðaustur af þeirri gígaröð, sem örugglega má telja til
Lakagíganna frá 1783, er einstakur gjallgígur úr dökku og rauðu