Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 81
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
67
2. mynd. Ekman-straummælir í
notkun. Ljósmynd: Halldór E.
Malmberg.
Eig. 2. Ekman Current Meter.
Photo: Halldór E. Malmberg.
Helztn hlutar Ekman-straummælisins eru: skrúfa ásamt teljara,
sem ákvarðar straumhraðann, stýri, sem snýr tækinu þannig, að
skrúfan veit ávallt upp í strauminn, og áttaviti, útbúinn á sérstakan
hátt til ákvörðunar á stefnu straumsins. Þeim, sem vilja kynna sér
mælinn betur, er bent á bókina „Hafið“ eftir dr. Unnstein Stefáns-
son, haffræðing (5).
Við straummælingar er mælinum rennt niður í sjóinn frá skipi,
sem liggur við festar. Með sérstökum útbúnaði er unnt að setja
mælinn í gang frá borði, þ. e. opna hann, og síðan stöðva hann aftur,
þ. e. loka honum, að ákveðnuin tíma liðnum. Skeiðklukka er notuð
til að ákvarða tímann rnilli opnunar og lokunar. Tími sá er í reynd
3 til 15 mínútur eftir straumhraða. Vegna fallstrauma er nauðsyn-
legt, að mælingarnar nái yfir a. m. k. einn sólarhring, og eins verður
veður að vera stillt, svo að skipið fái haldið stöðu sinni. Nú er erfitt
að halda skipinu kyrru þrátt fyrir ankerið. Það mun ávallt snúast
um festupunktinn og þannig hafa áhrif á mældan straum. Því verður