Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 82
68
NÁTTÚ RU FRÆÐINGURINN
að endurtaka mælingarnar sem tíðast, svo unnt sé að leiðrétta vill-
andi mælingar af þessum sökum.
Á seinni árum hafa komið á markaðinn sjálfritandi straummælar,
sem lagðir eru við dufl á hafi úti. Þeirra er vitjað með ákveðnu
millibili, og tæki þessi geta jafnvel safnað athugunum og sent þær
til lands sem loftskeyti. Stofnkostnaður er tiltölulega mikill, en fé
og fyrirhöfn sparast, þar eð ekki þarf á skipi að hakla, meðan á mæl-
ingurn stendur. Auk þess geta mælingar með þessum tækjum náð
yfir miklu lengri tíma en þær, sem gerðar eru af skipsfjöl. Tíminn
takmarkast þá eingöngu af mæli- og sendiorku þeirri, sem er í
duflinu eða mælinum, og getur sá tími nú þegar skipt mánuðum
eða árum eftir aðstæðum. Að vísu geta válynd veður orðið Þrándur
í Götu, og einnig fiskimenn, sem viljandi og óviljandi granda
duflum ásamt tilheyrandi útbúnaði, en alþjóðalög kveða á um frá-
gang og merkingu þeirra.
b. Úrvinnsla gagna og niðurstöður
Mæling hafstrauma, sem og vinda, er mæling tveggja stærða,
styrkleika og stefnu. Rétt er að geta þess hér, að hafstraumar eru
kenndir við þá átt, sem þeir stefna í, t. d. norðwrstreymi, gagnstætt
því sem gerist um vinda, sem eins og allir vita eru kenndir við þá
átt, sem þeir blása úr, t. d. norðanvindur. Styrkleika og stefnu má
tákna með einni stærð, þannig að dregin er bein lína með ákveð-
inni stefnu, sem sýnir straumstefnuna, og með ákveðinni lengd, sem
fer eftir straumhraðanum. Slík stærð með ákveðinni lengd og
stefnu nefnist vektor. Vektorinn má svo leysa upp í þætti, t. d. ofan-
vörpin á N-S stefnuna og E-V stefnuna, og verður hér litið á N og F.
sem jákvæðar (pósitívar) stefnur, en S og V sem neikvæðar (nega-
tívar) stefnur. Þannig fást tveir vektorar með ákveðnum föst-
um stefnum, en breytilegum lengdum. Vektorar þessir eru grund-
völlurinn að áframhaldandi úrvinnslu gagnanna til könnunar á
eðli og háttum straumsins. Að sjálfsögðu gætir fallstrauma í mæling-
unum. Gögnin eru því athuguð með tilliti til 12 og 24 stunda kerfis-
bundinna breytinga og þættir þessara breytinga ákvarðaðir. Eins
er meðalstraumurinn ákvarðaður, þ. e. hinn eiginlegi stöðugi haf-
straumur.
Niðurstöður sýna, að 24 stunda fallstrauma gætir lítið eða ekkert.