Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 90
76
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
b) tidal currents ol the semidiurnal period were found to have a maximum
velocity of 9.7 cm/sec. 1—2 hours after the occurrence of highwater in Reykjavík
or at other coastal stations around Faxaflói in accordance with findings in the
North Atlantic (6).
Arnþór Garðarsson:
Hvinendur á íslandi og nokkur orð um
ákvörðun hvinandar
Inngangur
A síðustu árum hefur árlega orðið vart við hvinendur (Bucep-
hala clangula) hér á landi. M. a. mega hvinendur heita árvissir vetrar-
gestir á Soginu, fáeinir livinandarsteggir sjást nú á hverju sumri á
Mývatni, og nokkurra fugla hefur orðið vart annars staðár. Við könn-
un eldri heimilda um þessa tegund á íslandi hefur jafnframt komið í
ljós nokkur ruglingur, sem rekja má til örðugleika við greiningu
hvinandar frá húsönd (Bucephala islandica). Reyndist því nauð-
synlegt að finna óskeiktda aðferð til að greina á milli þessara tegunda,
sérstaklega kvenfugla og ungfugla.
I leit minni að þeim sérkennum, er öruggust kynnu að reynast
við ákvörðun hvinandar, hef ég notað lrami í Náttrirufræðistofnun
íslands, Museum of Vertebrate Zoology, Berkeley, Kaliforníu og
einnig nokkra ltami frá U.S. National Museum í Washington. Vil
ég þakka safnvörðum þessara stofnana fyrir að veita mér aðgang að
gögnum í söfnum þeirra. Sömuleiðis er mér ljúft að þakka þeim
mörgu, sem hafa leyft mér að birta hér athuganir sínar.
Ákvörðun
Hvinönd og húsönd eru náskyldar tegundir og eflaust mjög líkar
í lifnaðarháttum. Hvinönd verpur í barrskógabeltinu allt í kring