Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 98
84
NÁT TÚRU F RÆÐl NGURINN
Heimaey, Vestmannaeyjum, 27. október 1939 (hamur í Ndttúru-
frœðislofnun Islands). Hamurinn er merktur: „Skotin í Vestmanna-
eyjum (Heimaey) 27. 10. 1939. Friðrik Jesson. Mótt. 12. 6. 1944.“
Þetta er ungfugl á fyrsta hausti, kyn óákvarðað.
Bjarmaland, Öxarfirði, N.-Þing. í bréfi til mín dags. 11. 9. 1963
lýsir Theodór Gunnlaugsson frá Bjarmalandi hvinandarblika, sem
hann sá ásamt tveimur kvenfuglum á vatninu við Bjarmaland vorið
1949. Seint í maí um 1954 telur Theodór sig einnig hafa séð hvin-
andarstegg ásamt einni kollu á sama stað.
Hnausakvisl við Sveinsstaði, A.-Hún., 20. júní 1956 (eintak í
Náttúrufrœðistofnun íslands). Hinn 20. júní 1956 sáu þeir Finnur
Guðmundsson og Agnar Ingólfsson fullorðinn hvinandarstegg ein-
an sér á Hnausakvísl, rétt neðan við brúna á Jjjóðveginum, við
Sveinsstaði. Skaut Finnur fuglinn þegar í stað, en Agnar náði
honum á land. Við krufningu reyndust eistun vera Jjroskuð (vinstra
eista um 15x6 mm). Engin fæða var framan fóarns, en í fóarni
fann ég um 60 heilleg rykmý (Chironomidae), aðallega púpur og
einnig nokkrar lirfur, og auk Jjess vott ógreinanlegra jurtaleifa. Um
helmingur magainnihalds var grófgerður sandur.
Ósar við Hafnir, Gull., 26. desernber 1960 —15. janúar 1961.
Hinn 26. desember 1960 athugaði ég fuglalífið frá Ósabotnum að
Stafnesi á Reykjanesi. Innarlega í Ósum sá ég tvo hvinandarblika
ásamt fjórum kollum eða ungfuglum. Eg sá fuglana sitja á sjónum
í nokkrar mínútur og köfuðu þeir mikið. Þessar endur voru mjög
styggar, flugu [iær upp á um 200 m færi og flugu út voginn með
háum vængjahvin. Skömmu síðar sama dag sá ég tvo kvenfugla
eða ungfugla (Bucephala sp.) á löngu færi nokkru norðar í Ósum.
— Hinn 3. janúar fór ég með Geiri Garðarssyni um sama svæði og
sáum við j)á tvo kvenfugla eða ungfugla (Bucephala sp.) á flugi yfir
sama stað og ég sá fuglana sex. — Hinn 15. janúar 1961 sáu þeir
Arni Waag og Björn Guðbrandsson hvinandarstegg ásamt tveimur
kollum eða ungfuglum fljúga upp innarlega við Ósa. Allsterkar
líkur eru á Jiví, að kvenfuglarnir eða ungfuglarnir, sem sáust Jjessa
daga í Ósum, hafi einnig verið hvinendur. Má í Jjví sambandi geta