Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 107
NÁTT Ú RUFRÆÐING URINN
93
Einar H. Einarsson:
Steingervingar í Skammadalskömbum
I. Inngangsorð.
Þegar ekið er austur þjóðveginn um Mið-Mýrdalinn, er til vinstri
handar 120 til 240 metra há heiðarbrún, sem víða myndar grösugar
hlíðar milli móbergshausa og klettariða, miðja vegu er brúnin
skorin niður í gegn a£ fallegu gljúfri (Deildarárgili). Hlíðar þessar
snúa vöngum móti suðri og sól og getur þar orðið mikill hiti á
björtum sumardögum.
Hlíðar þessar ásamt Deildarárgili eru hreint óskaland Jneirra, er
yndi hafa af að skoða íslenzka náttúru. Þar er ílóran fjölskrúðug
og þar má finna ýmsar plöntur, sem ekki verða víða á vegi manns.
Þar er laglegur hópur snígla ef vel er leitað, jaar kjagar brekku-
bobbinn um mosavaxnar klappir og bergsillur á hlýjum dumb-
ungs vordögum, með l'allega gul- og brúnröndótta húsið sitt á bak-
inu. Þar má finna margar sérkennilegar og fallegar bergmyndanir
og steina af ýmsum gerðum, þar glitrar á fagra zeólita í gömlum
brestum í móberginu og þar má finna ljósan líparítvikur, sem ann-
ars er sjaldséður hér í Mýrdal, og þar finnast hlutir, sem jafnvel
eru merkilegri en allt annað sem þar á heimkynni, sem sé fornar
sæskeljar, sem löngu eru orðnar að steingervingum, og þær eru
Jjað, sem ég ætla að láta Jrennan greinarstúf fjalla um. Ekki veit
ég itvenær því var veitt athygli, að skeljar fyndust á Jressu svæði,
en hitt veit ég, að síðustu 100 árin vissi fólk í Skammadal að þær
væru í Kömbunum upp af bæjunum (Skammadalskömbum). Lengi
vel var því haldið fram hér í Mýrdal, að skeljar þessar sönnuðu
Jtað, að einhvern tíma hefði sjór staðið hér svo hátt, að Kamb-
arnir liefðu verið á kafi í sjó og skeljarnar orðið eftir í liolum i
berginu.
Kenning Jtessi átti svo djúpar rætur, að jafnvel enn í dag trúa
sumir á hana og ekki er lengra síðan en tæp tvö ár að óheimskur