Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 109
NÁT T Ú RUFRÆÐINGURINN
95
(en svo nefndum við Jóhannes sjávarsetskubbana, sem steingerv-
ingarnir finnast í), þótt hún liafi áður leynzt manni.
Steingervingar í aðskotasteinnm (xenoliths) í móbergi
í Skammadalskömbum og nágrenni
I. SAMLOKUR (Lamellibranchia).
Gljáhnytla Nucula tenuis (Montagu) II—III.1)
Allmörg eintök, sum mjög góð, stærstu eintökin um 10 mm að
lengd. Lifir nú umhverfis allt ísland á 2—200 m dvpi.
Kræklingur Mylilus edulis (Linné) I—IV.
Mörg eintök af mismunandi stærð, bæði stakar skeljar og í lífs-
stellingum (samlokur). Lifir nú umhverfis allt Island á 0—20 m
dýpi, þó lítið við sandströnd suðurlands.
Sauðaskel Astarte cf. sulcata (Da Costa) II.
Ekki öruggt um nema eitt eintak, ekki vel gott. Liiir nú við
Suður- og Vesturland á 104 m dýpi og þaðan niður á djúpsævi.
Kúskel Cyprina islaiiclica (Linné) I—IV.
Mjög mikið af henni, bæði í brotum, stökum skeljum og sam-
lokum. Stærð og efnismagn skeljanna mjög breytilegt, sama með
útlit og lögun. Stærðin frá 7 nnn lengd og 6 mm hæð til 98 nnn
1. og 87 nnn h. Nú algeng umhverfis allt Island niður á 100 m
dýpi. Kúskelina hef ég fundið í Núpum.
cf. Cyprina rustica (J. Sowerby) II—III.
Af henni hafa fundist nokkur allgóð eintiik, talin afbrigðið de-
franchii. Stærð skeljanna svipuð meðalstærð kúskeljanna. Þessi teg-
und lifir nú ekki hér við' land og hefur ekki hlotið íslenzkt nafn.
I) í grein sinni „Fornskeljar í móbergi í Höfðabrekkuheiði" (Einarsson
1962), liefur höf. skipt kúlunum í fjóra flokka eftir gerð setsins í þeim, og þar
sýna rómversku tölurnar I—IV í hvaða flokki eða flokkum liinar einstöku teg-
undir er að finna. Kúlurnar x flokki I eru úr smágerri basaltmöl, leirblandinni,
í flokki II úr leirbornum sandsteini, þær i ílokki III eru nokkru fínkornóttari
og leirbornari en í flokki II og í flokki IV eru kúlur úr ólagskiptum sandsteiui.
Eru flokkarnir taldir í aldursröð, eins og hún er að áliti höf., og kúlurnar í
flokki IV eru yngstar.