Náttúrufræðingurinn - 1968, Qupperneq 110
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
96
Hjartaskel Cardium edule (Linné) II—III.
Nokkur frekar smá eintök, en tvö mjög góð. Fyrir um það bil
50 árum var ekki talið að tegund þessi lifði hér við land, aðeins
ein stök skel liafði fundist við Vestmannaeyjar, en um eða rétt
fyrir 1950 fannst hún í Faxaflóa og hefur síðan breiðst út og finnst
nú allvíða.
ígulskel Cardium echinatum (Linné) I—II.
Fundizt hafa fáar heillegar skeljar, en allmikið af góðum brot-
um, sem auðvelt hefur verið að greina; lengd skeljanna hefur
vart verið yfir 25—30 mm. Þessi tegund lifir nú við Suðurland
og Faxaflóa á 15—150 m dýpi. Tegund þessa hef ég fundið í
Núpum.
........ Venus gallina (Linné) I—II.
Fundizt hafa allmörg mjög góð eintök, þau stærstu 22 mm á
lengd, 19 mm á hæð, mest hafa það verið stakar skeljar.
Hlutfallatala tegundarinnar í I. flokki setbrotanna er mjög há og
virðist mergð hennar hafa verið mikil á því tímabili, sem sá hluti
setsins var að myndast. Ekki hefur jjessi tegund hlotið íslenzkt
nafn, enda finnst hún ekki hér við land, en lifir nú í Norðursjó
og við strendur Noregs allt að Lófót.
Tígulskel Spisula cf. elliptica (Brown) I—III.
Fundizt hafa mörg eintök, sum góð. Stærstu skeljarnar 20 mm
á lengd, 14 mm á hæð, eða sama stærð og nú er algeng. Tegund-
in lifir nú hér við Suður- og Vesturland og mest þetta sama afbrigði,
aðaltegundin, S. solida aðeins við Suðurland. Skelin finnst á 15 til
200 m dýpi.
........ Abra cf. alba (Wood) II—III.
Fundizt liafa nokkrar stakar skeljar, sumar vel heillegar. Þær
stærstu 15 mm á lengd og 9 mm á hæð.
Ýsuskel Abra prismatica finnst nú við Suður- og Vesturland
á 15 til 140 m dýpi; að lögun og útliti eru þær mjög líkar.
........ Scrobicularia plana (da Costa) II.
Fundizt hafa fáar stakar skeljar, ekki góð eintök. Skelin lifir nú
ekki hér við land og hefur ekki hlotið íslenzkt nafn.