Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 111
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURI N N 97
....... Tellina obliqua (J. Sowerby) I.
Fundizt hafa bæði stakar skeljar og samlokur, rnörg mjög góð
eintök. Tegundin mjög breytileg að útliti og lögun, en sarnt auð-
greind. Skeljarnar eru yfirleitt þríhyrnulaga, lítið kúptar og hægri
skel oftast örfítið kúptari; þær eru að jafnaði nokkru lengri en
þær eru háar, algeng stærð og hlutföff 31 mm á lengd og 27 mrn
á hæð; frávik geta verið töiuverð, eða frá 34 mm lengd og 27 mm
liæð í 29 mm lengd og 32 mm hæð. Skelin er með glöggum lengdar-
gárum, aftari bakrönd brattari og oft nærri bein, fremri bakrönd
ol'tast lítilsháttar buguð við nefið, kviðrönd skakk-gleiðbogdregin,
oltast með þétt-lengdargáruðum garði eða fellingu. Á stöku skel
mótar fyrir garði meðfram aftari bakrönd, ekki ósvipað og á Hall-
loku, en ógleggri. Skeljarnar eru afar misjafnlega efnismiklar, sum-
ar ca. 1 \/2 mm á þykkt, aðrar tæpur 1 mm, þó stærð sé sú sama.
Nú er þessi tegund útdauð og ekki hefur hún hlotið íslenzkt nafn.
Hallloka Macoma calcaria (Chemnitz) II—IV.
Fundizt hefur allmikið af stökum skeljum og samlokum, margar
ótrúlega heihegar af jafnþunnum skeljum, stærstu eintökin 35 mm
á lengd. Nokkuð virðist mér bera á því að þessar skeljar séu lengri,
miðað við liæð, en núlifandi skeljar af sömu tegund, sem ég hef
liaft til samanburðar. Halllokan er nú algeng umhverfis allt land
á 0—150 m dýpi. Tegundina lref ég fundið í Núpum.
....... Cyrtodaria angusta (Nyst & Westendorph) I—II.
Fundizt hafa nokkrar stakar skeljar og brot, sum eintökin allgóð,
stærsta eintakið er 60 mm á lengd og 25 mm á hæð, en brotnar
skeljar benda til að þarna hafi verið nokkru stærri skeljar. Skelin
er nokkuð þykk, lítið kript, útlit er fyrir að sanrlokur hafi verið
lítilsháttar opnar í báða enda, nefið frekar lítið, bakrendur halla-
litlar, endar bogadregnir, kviðrönd nærri bein. Skelin er með
grunnum, en greinilegum lengdarrákum. Þessi tegmrd lifir nú ekki
lengur hér við land og hefur því ekki hlotið íslenzkt nafn.
Drekka Lima sp.
Fundizt hefur eitt greinilegt far í leir innan í kúskel, en skelin
sjálf að mestu eydd.