Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 113
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
99
......... Turritella tricarinata (Brocchi) III.
Aðeins tvö eintök, ekki vel góð. Þessi tegund finnst nú ekki li£-
andi hér við land.
III. HRÚÐURKARLAR Balanus sp. III.
Aðeins nokkur eintök saman, frekar smáir, en hafa ekki örugg-
lega verið greindir til tegundar, en líkjast mest ungum Balanus
balanus.
Ekki hafa aðrir hrúðurkarlar fundizt ú skeljnm eða steinmn,
svo útlit er lyrir, að lítið hafi verið af þeim.
IV. ARMFÆTIJNGAR Brachiopoda.
Rliynconella (Hemithyris) cf. prittacea (Gmelin) II—III.
Nokkur eintök, mismunandi að stærð. Ekki er til fulls úr því
skorið, hvort um eina tegund er að ræða, en mynztur og lögun
benda til að svo sé ekki. J. Áskelsson telur, að tegundirnar séu
tvær (Áskelsson 1960).
V. ORMAR o. fl.
....... Serpentula sp.
Eitt greinilegt eintak á innra borði kúskeljar.
....... Arenicola cf. marina III—IV.
All áberandi í suinum setbrotunum, sérstaklega í þeim flokki
setsins, sem lítið eða ekki finnst í af skeljum (IV). Eitt blaðfar
lief ég fundið með þeirn í broti úr IV. flokki. Víðast koma þeir
fram sem ljósgráir sívalningar, en á stöku stað sem gangar fylltir
kalkspatkristöllum, mesta lengd, sem ég hef náð að mæla, er 27 cm.
í tveimur setbrotum hef ég fundið sívalninga ljósari en brotin
sjálf, frá 11 til 14 mm í þvermál, lengd 30 cm og báðir endar staðið
út úr brotunum. Þetta virðist helzt vera einhvers konar gangar,
sem hafi fyllzt af leirbornara og smákornaðra efni en er í setbrot-
1) Fundarstaðir beggja böggvanna skakkt tilfærðir hjá J. Áskelssyni, eiga
að vera Skammadalskambar.