Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 115
NÁTTÚRUFRÆÐ1NGU RIN N
101
--- - '2ooom !>ó:ol»! i'- -•l3l !_->/ _T. [FTfj | S |7l
I. myiid. Yfirlitsmynd af jarðlagaskipan í Skammadalskömbum og nágrenni.
(Úr. Jóli. Áskelsson 1960). 1. Móberg. 2. Grágrýti. 3. Tún og engi. 4. Jökulrákir.
5. Opnar sprungur. 6. Misgengi. 7. Fornskeljar.
hægara um með aldursgreiningar. En vafalaust tel ég skeljarnar í
Skammadalskömbum, Núpum og Pétursey frá sama tímabili og
óneitanlega eru þær komnar til ára sinna.
IV. Bergmyndun o. fl.
Aðalsvæðið, er geymir lögin sem steingervingarnir finnast í, er
heiðarbrúnin milli Nesgils, sem er skammt austan við Skagnes-
ljæina, og austur að Deildarárgili, sem er milli bæjanna Skamma-
dalshóls og Gilja. Þ. e. Skanrmadalskambar og Brún. Bergið í
heiðarbrúninni er lagskipt móberg, að undanskildum móbergs-
kleggja vestan til í Skammadalskömbum (Stórhöfuð). Hann er lítið
lagskiptur og bergið í honum nokkru harðara en í lagskipta lrerg-
inu, og hver brestur í því glitrar af zeólílum. í þessum kleggja
hef ég ekki fundið nein setbrot. Frá Stórhöfði og austur í Deildar-
árgil er bergið allt lagskipt og hægast að sjá lagskiptinguna austan
til í kömbunum í og austan við svonefndan Fjósahrygg, senr er
svo að segja beint upp af vestri bænum í Skammadal, því þar er
fjallshlíðin minnst hulin gróðri og jarðvegi. Á áminnstum stað