Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 117
NÁTTÚ RU FRÆÐINGU RIN N
103
2. mynd. Steingervingalögin í Skammadal í Mýrdal. Setbrotalögin sýnd með
brotnum línum og punktum á rnilli.
Ég hef getið þess hér að frainan, að bergið í Skammadalskömbum
sé mikið lagskipt, og virðist mér, að rnargt megi úr þeim lögmn
lesa um sköpunarsögu fjallsins.
í fyrsta lagi að öflug sprengigos hafa hlaðið upp fjallið og rifið
með sér misstóra kubba úr gömlum berglögum og dreift þeim
víðsvegar um gosmalarhraukinn, þar með talið hið forna sjávarset,
sem geymir steingervingana og orðið hefur verið þá að föstu bergi,
sem ég reyndi að færa sönnur á í grein minni urn Höfðabrekku-
heiði (Einarsson 1962). í öðru lagi að setbrotin hafa að mestu
komið upp í 3 goshrinum og þeirri síðustu a. m. k. mjög öflugri,
eftir því að dæma, lrvað lagið er jafnþykkt á stóru svæði og nokkuð
í því af allstórum basaltsteinum.
í þriðja lagi bendir ástand og þykkt laganna nokkuð til um
ástand og kraft einstakra goshrina, trúlegt er, að þéttustu og hörð-
ustu lögin séu mynduð í „blautum" sprengingum, sem hafi klesstst
rækilega saman, þegar niður kom, en í sumum lögunum er svart,
losaralegt basaltgjall á stöku stað, og í þeim lögum er mikið af
goskúlum (hraunkúlum) með basaltskurn utan um kjarna úr ýms-
um bergtegundum Jrar með sjávarsetbrotum, og það með skel-
brotum í, og á stöku stað vottar fyrir hraunkleprum. Þessi lög
þætti mér trúlegt að séu nrynduð í „þurrum“ sprengingum og oft
hafi minnstu munað að úr yrði flæðigos.
Til þess að gera þetta ekki allt of langt mál hef ég sleppt mörgu,
sem freistandi hefði verið að taka til meðferðar, og máske má
segja, að sumu af þessu efni hefði þurft að gera betri skil, en þar