Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 126
112
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
senn. Seinna kom þó í Ijós, að tennurnar, sem voru mjög furðu-
legar, gátu vel átt við eina ákveðna ættkvísl pokadýra.
Meira fannst af beinaleifum árið 1960. Jarðfræðilega séð voru þær
ungar, en þó allgamlar á mælikvarða sögunnar. Ekkert nýtt kom
í ljós í það sinnið.
En í ágúst 1966 fann dr. K. D. Skortman lítið dýr í skíðaskála
í fjöllunum nálægt Melbourne (en þá er vetur þar syðra). Hann
fór með það til rannsóknar og það reyndist vera Burramys-tegund.
Dýrið lilir enn góðu lífi. bað er 27i/ó sm á lengd, þar af er rófan
15 sm, og þyngdin er 55 grömm. Þetta er því ekki stórt dýr, og
luigsanlegt að það sé algengara en menn lrafa talið fram að þessu.
(Úr „Nnhirerí').
Suðræn burknategund vex villt í Englandi.
Á gömlum gjallhaug við kolanámu í Gloucesteshire í Englandi
vex burknategund ein, Pteris vittata, sem annars á heimkynni sín í
miklu suðlægari löndum, t. d. við Miðjarðarhafið. Ekki er vitað,
hve lengi hefur logað í gjallhaugnum, en óhætt er að fullyrða, að
það sé frá Jrví fyrir síðustu heimstyrjöld. Enginn eldur sézt á yfir-
borði haugsins, en stöðugt rýkur úr honum, og jörðin umhverfis
er heitari en annars staðar þar um slóðir, a. m. k. nægilega heit til
að Pteris vittata geti vaxið Jjar.
Ekki eru líkur til að gró burknans hafi borizt frá suðlægari lönd-
um, enda er Jætta allalgeng gróðurhúsaplanta, og Jjví sennilegast,
að uppruna gróanna sé að leita í einhverjum vermireit í ná-
grenninu.
(Úr „Naturen“).