Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 20

Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 20
N ÁTTIJRUF RÆ ÐINGURINN 162 1,0 fóðureining (f.e.) á dag fyrir 100 kg lifandi þunga (Persson, 1962a). Á sumarbeit er reiknað með 40% aukningu á fóðurþörf þeirra vegna hreyfingar, og hækkar hún þá í 1,4 f.e./dag/lOO kg (Skjenneberg og Slagsvold, 1968). Á veturna er fóðurþörfin meiri. Þá þurfa dýrin að hreyfa sig enn meira í leit að fæðu, orka eyðist við að krafsa eftir fóðri, og hita- tapið eykst í vetrarkuldum. Fóðurþörfin til viðhalds dýrunum á veturna er því áætluð um 2.2 f.e. Aukið orkutap á veturna er talin vera aðalstæðan fyrir því að hreindýrin eru þá spakari en á sumrin. Til samanburðar við þessara tölur má nefna, að fóðurþörf sauð- fjár við innifóðrun er um 0,9 f.e./dag/lOO kg eða að meðaltali um 0,6 f.e. fyrir íslenzkar ær. Fóðurþörf hreindýrakúa er því um fjórðungi meiri og tarfa liðlega helmingi meiri en áa. Fœðuöflun hreindýra Fæðuöflun og beitarvenjur hreindýra hafa verið rannsakaðar allítarlega víða erlendis, einkum á Norðurlöndum, Alaska og Sovétríkjunum (Skjenneberg og Slagsvold, 1968). Skal hér gefið stutt yfirlit um niðurstöður þeirra rannsókna, en eins og að fram- an greinir, er yfirleitt um tamin hreindýr að ræða og því óvíst að hve miklu leyti þær niðurstöður eiga við um íslenzka lireindýra- stofninn. Eftir því sem hálendisgróðurinn þroskast á vorin og lyrri hluta sumars, verða beitarskilyrði betri og fjölbreyttari, og hreindýrin eiga þá margra kosta völ í plöntuvali. Þau fylgja vorinu hærra og hærra upp á hálendið. Komið hefur í ljós, að plöntuval dýranna er breytilegt, m.a. eftir tíma sólarhrings og eftir veðurfari. Á morgnana bíta þau helzt grös, meðan það er döggvott. Á heitum dögum er beitartím- inn stuttur, og þá bíta þau frekar trjákenndan gróður, sem gefur fyrr fylli. Á slíkum dögum flytja hreindýrin sig ofar í hálendið, en þau þola illa mikinn hita og þrífast bezt í rökum og frekar köldum sumrum. Hreindýrin liafa sérstaka hæfileika til að nýta hinn næringar- ríka fjallagróður þann stutta tíma, sem hann er fyrir hendi, og þau eru fljót að jafna sig að nýju eftir fæðuskort harðinda- vetra. Þau safna fyrir í líkamann fitu, steinefnum, fjörvi og fleiri

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.