Náttúrufræðingurinn - 1970, Side 22
164
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
4. mynd — Fig. 4. I Kvistgróður — woocLy plants. II Grös — grasses. III Hálfgrös
og byrkningar — horsetail. V. Flcttur — lichens.
hálfgras- og sefmóum og í grasvíðidældunum. Þau héldu sig minna
í mýrum og flóum, en þá helzt á daginn, er hlýjast var í veðri.
Eins og að framan greinir, var rannsakað innihald úr vömb
86 dýra og úr munni 7 dýra, er felld voru í ágúst. Niðurstöður eru
birtar á mynd 4 og í töflu 5.
í munnsýnunum er auðvelt að greina í sundur tegundir plantna
með berum augum. Sýni tir maga eru að sjálfsögðu verr farin og
erfiðari viðfangs, því að þar hefur melting átt sér stað. Með smá-
sjárrannsókn má þó að jafnaði greina um 80% af vambarinnihald-
inu í tegundir.
Þrátt fyrir þá skekkju, sem þetta hefur í för með sér, gefa vamba-
sýnin réttari hugmynd um plöntuvalið en munnsýnin, sem eru
bæði fá og lítil í Jtessum rannsóknum. Engu að síður eru niður-
stöðurnar furðu svipaðar. Munurinn er helzt fólginn í því, að
meira er um grös í vambasýnunum, en fléttum í munnsýnunum,
sem gæti gefið til kynna, að vefur fléttnanna sé auðmeltanlegur.
Tiltölulega lítil breyting er á vambainnihaldinu frá ári tii árs.
í öllum sýnum er hlutfallslega mest af lyngi og runnum eða