Náttúrufræðingurinn - 1970, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUFRÆÐIN G U R1N N
167
5. mynd. — Hreindýrahópur á Vesturöræfum. Ljósm. Ágúst Böðvarsson.
Fig. 5. — A reindeer herd in East Iceland.
nýting án ela ríkan þátt í því. Land er yfirleitt að gróa upp á
þessum slóðum, en lítil gróðureyðing á sér stað miðað við það,
sem gerist í öðrum landshlutum.
Góðir hagar og litlar mannferðir eru eflaust meginorsakir þess,
að hreindýrin einskorða sig við hálendi Austurlands. Nú er hins
vegar að verða breyting á, og ferðalög um hálendið aukast ár frá
ári. Uppi eru hugmyndir um miklar virkjunarframkvæmdir á
þessu svæði og jafnvel að sökkva ýmsum beztu gróðurlendunum
undir vatn í Kringilsárrana, Vesturöræfum, Eyjabökkum og
Snæfellsnesi. Myndi það óhjákvæmilega valda mikilli röskun á til-
vist hreindýranna á þessum slóðum. F.r ekki auðsætt, hvert jrau
gætu þá leitað, því að óvíða á hálendinu lara saman gróskumikil
beitilönd og friðsæld eins og verið hefur á hálendi Austurlands.
Hreindýrastofninn 1969 taldist vera um 2500 fullorðin dýr og
700 kálfar með fóðurþörf 4000—4500 fullorðins fjár. Til þess að
framfleyta þessum fjölda tímabilið maí—október, þarf um 10 000
hektara af ]>ví gróðurlendi, sem er á hálendi Austurlands. Hins