Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 34
176
NÁTTÚRU F RÆÐINGURINN
Rjúpui' voru ýmist teknar lifandi eða skotnar, blóð tekið, þegar
því var við komið, og það skilið í blóðvökva og rauðar frumur
og síðan fryst. Annarra vefja var aflað með því að heilfrysta rjúp-
urnar, þannig að í öllum tilfellum var unnið úr frosnum sýnum.
Vefir voru muldir með hljóðbylgjum og prótínin leyst í eimuðu
vatni (rnagn vefjar jafirt og magn vatns). íslenzkar rjúpur voru frá
eftirtöldum stöðum: Hrísey, Laxárdal og Dalfjalli í S-Þing., Trölla-
kirkju á Holtavörðuheiði og Skálafelli hjá Esju. Norskar rjúpur
(L. m. mutus og L. I. lagopus) voru skotnar á Hörðalandi í grentrd
við Bergen, en þær grænlenzku (L. m. captus) voru skotnar á ís-
landi, en einstaklingar jressarar deilitegundar hafa stökn sinnum
náðst á íslandi (Finnur Guðmundsson, pers. uppl.).
N iðurstöður
Blóðvökvi.
Sýni: 130 L. m. islandorum.
1. Almenn prótín-mynd (2. mynd). Átta greinileg strik koma
fram. 1, 2 og 3 eru foralbúmín, 4 er albúmín, 5 gæti verið „heavy
protein“, 6 dreift svæði, sem hefur meðal annars verkanir lípó-
prótína, 7 og 8 transferrin. Á milli 6 og 7 eru mörg dauf prótín-
strik.
2. Esterasar (3. mynd).
Belti A. Strik 1 er veikur esterasi, sem langan tíma þurfti til
litunar (10 stundir).
Belti B. Strik 2 sýnir sterkustu svörun og er á sama stað og
albúmín, þegar litað er með nígrósíni.
Belti C. Strik 3, 4, 5 næststerkasta beltið. Nokkur munur
getur verið á styrkleika strikanna, en þau eru alltaf til staðar öll.
Belti D. Strik 6 og 7 finnast í blóðvökva og eru mjög sterk í
blóðvökva, þar sem rauðar frumur liafa sprungið.
Belti E og belti F eru dreiið og verða bæði fyrir áhrifum neura-
minidasa, þannig að bæði liægja á sér við nærveru hans.
Allar íslenzkar rjúpur virtust vera eins. Þar er því ekki um
polýmorfisma að ræða.