Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 46
188
NÁTTÚ R UFRÆÐINGURINN
vegum Atvinnudeildai' Háskólans, en þeim rannsóknum var ekki
haldið áfram sökum annarra aðkallandi viðfangseína. Auk líffræði-
rannsókna framkvæmdi Finnur allýtarlegar dýptarmælingar. Sigur-
jón Rist hefur kannað ísalög á Mývatni og ritað grein um Mývatns-
ísa. Er hún að nokkru byggð á skráðum heimildum Jóhannesar
Sigfússonar bónda á Grímsstöðum um ísalagnir og ísabrot. Jó-
hannes hefur einnig mælt hitastig í vatninu í allmörg ár. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Sigurjóni Rist er nú ákveðið að setja sí-
ritandi hitamæli við útrennsli Mývatns.
Ekki er kunnugt, að neinar efnarannsóknir hafi verið fram-
kvæmdar á Mývatni fyrir utan 'fáeinar mælingar á súrefni og sýru-
stigi, sem getið er í grein I.amby (1941). Að beiðni dr. Einns Guð-
mundssonar tókst undirritaður á hendur nokkrar athuganir á vatn-
inu síðari hluta júnímánaðar 1969. í þessu greinarkorni verður
skýrt frá helztu niðurstöðum. Skylt er að þakka dr. Finni fyrir
góð ráð og ómetanlega hjálp við framkvæmd verksins. Þá skal
framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar h.f., Vésteini Guðmundssyni,
þökkuð aðstaða til efnagreininga í húsakynnum verksmiðjunnar
við Mývatn. Vísindasjóður veitti styrk til greiðslu á ferðakostnaði.
Ef?iiviður og aðferðir.
Aðalinnrennsli í Mývatn er Grænilækur, sent fellur í vatnið
sunnanvert, og heitar og kaldar uppsprettulindir við vatnið austan-
vert. Útrennsli er úr Syðri-flóa um Geirastaðakvísl út í Laxá. Við
val á athuganastöðvum voru þessar aðstæður hafðar í huga, þannig
að sýni fengjust af aðalinnrennslis- og útrennslissvæðum auk staða
í miðju vatni. Alls var sýnum safnað á 14 stöðum (1. mynd).
Við töku sýna var notaður venjulegur sjótaki af Knudsen-gerð.
Akvarðanir á súrefni, sýrustigi og alkalinitet voru gerðar í rann-
sóknastofu Kísiliðjunnar h.f. við Mývatn strax að lokinni sýnis-
hornatöku, en aðrar efnagreiningar voru framkvæmdar 12—24
klukkutímum síðar á efnarannsóknastofu Hafrannsóknastofnunar-
innar.
Súrefni var ákvarðað samkvæmt hinni gamalkunnu Winkler-
aðferð. Mælinákvæmni má ætla að hafi verið ±0.03 ml/L, eða
innan við 0.5%. Súrefnismettun var reiknuð út á grundvelli